Hætta á stórum skjálfta á Reykjavíkursvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2015 12:28 Frá Krýsuvík. Almannavarnir sendu út laust fyrir hádegi viðvörun vegna jarðskjálftavirkni að undanförnu á svæðinu frá Krísuvík austur í Ölfus. Þar segir að vísbendingar séu um að möguleg talsverð spenna á svæðinu geti losnað út í stærri skjálftum. Minnt er á að sögulegar upplýsingar bendi til að jarðskjálftar á þessu svæði geti orðið allt að 6,5 að stærð. Tilkynning Almannavarna er svohljóðandi: „Undanfarnar vikur hefur orðið nokkur aukning á jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum og nágrenni hans. Meðal annars varð skjálfti af stærð 4 í lok maí sem átti upptök við Kleifarvatn og fannst vel víða á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldi slíks atburðar getur spennuástand í jarðskorpunni orðið óstöðugra á stærra svæði í kring. Greining á smáskjálftum bendir til þess að slíkur óstöðugleiki geti verið til staðar allt frá Kleifarvatni og austur í Ölfus. Mælingar á jarðskorpuhreyfingum síðustu árin gefa einnig vísbendingar um að á þessu svæði sé mögulega talsverð spenna sem getur losnað út í stærri skjálftum. Sögulegar upplýsingar benda til að jarðskjálftar á þessu svæði geti orðið allt að 6,5 að stærð. Meðal annars urðu skjálftar um og yfir 6 að stærð á Bláfjallasvæðinu árin 1929 og 1968. Þeir skjálftar ollu ekki miklu tjóni á höfuðborgarsvæðinu en þó ber að gæta að því að byggð hefur færst miklu nær þessu skjálftasvæði á síðustu árum. Búast má við því að áhrif skjálfta af þessari stærðargráðu í nálægum byggðum (höfuðborgarsvæðinu, Grindavík, Þorlákshöfn, Hveragerði og Reykjanesbæ) verði þannig að allir finni jarðskjálftann, margir verði skelkaðir og jafnvel hlaupi út úr húsum. Þung húsgögn gætu hreyfst og múrhúðun sprungið af veggjum á stöku stað. Annars er ekki að búast við miklu tjóni á vel byggðum húsum. Rétt er að minna íbúa á jarðskjálftasvæðum reglulega á atriði sem hafa ber í huga og hvernig hægt er að minnka líkur á meiðslum eða tjóni á eignum þegar jarðskjálftar verða. Skoða þarf hvar á heimili eða vinnustað hættur geta leynst ef jarðskjálfti verður. Rétt er að benda á að veruleg hætta getur verið á hruni í hellum nálægt upptökum stórra jarðskjálfta auk þess sem grjót getur hrunið úr hlíðum fjalla. Leiðbeiningar um hvernig megi draga verulega úr hættu af völdum jarðskálfta má finna á vefnum www.almannavarnir.is . Myndband um sama efni frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er á Youtube ." Tengdar fréttir Skjálfti upp á 4 stig við Krýsuvík Skjálftinn átti sér stað rétt yfir klukkan eitt. 29. maí 2015 13:19 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Almannavarnir sendu út laust fyrir hádegi viðvörun vegna jarðskjálftavirkni að undanförnu á svæðinu frá Krísuvík austur í Ölfus. Þar segir að vísbendingar séu um að möguleg talsverð spenna á svæðinu geti losnað út í stærri skjálftum. Minnt er á að sögulegar upplýsingar bendi til að jarðskjálftar á þessu svæði geti orðið allt að 6,5 að stærð. Tilkynning Almannavarna er svohljóðandi: „Undanfarnar vikur hefur orðið nokkur aukning á jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum og nágrenni hans. Meðal annars varð skjálfti af stærð 4 í lok maí sem átti upptök við Kleifarvatn og fannst vel víða á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldi slíks atburðar getur spennuástand í jarðskorpunni orðið óstöðugra á stærra svæði í kring. Greining á smáskjálftum bendir til þess að slíkur óstöðugleiki geti verið til staðar allt frá Kleifarvatni og austur í Ölfus. Mælingar á jarðskorpuhreyfingum síðustu árin gefa einnig vísbendingar um að á þessu svæði sé mögulega talsverð spenna sem getur losnað út í stærri skjálftum. Sögulegar upplýsingar benda til að jarðskjálftar á þessu svæði geti orðið allt að 6,5 að stærð. Meðal annars urðu skjálftar um og yfir 6 að stærð á Bláfjallasvæðinu árin 1929 og 1968. Þeir skjálftar ollu ekki miklu tjóni á höfuðborgarsvæðinu en þó ber að gæta að því að byggð hefur færst miklu nær þessu skjálftasvæði á síðustu árum. Búast má við því að áhrif skjálfta af þessari stærðargráðu í nálægum byggðum (höfuðborgarsvæðinu, Grindavík, Þorlákshöfn, Hveragerði og Reykjanesbæ) verði þannig að allir finni jarðskjálftann, margir verði skelkaðir og jafnvel hlaupi út úr húsum. Þung húsgögn gætu hreyfst og múrhúðun sprungið af veggjum á stöku stað. Annars er ekki að búast við miklu tjóni á vel byggðum húsum. Rétt er að minna íbúa á jarðskjálftasvæðum reglulega á atriði sem hafa ber í huga og hvernig hægt er að minnka líkur á meiðslum eða tjóni á eignum þegar jarðskjálftar verða. Skoða þarf hvar á heimili eða vinnustað hættur geta leynst ef jarðskjálfti verður. Rétt er að benda á að veruleg hætta getur verið á hruni í hellum nálægt upptökum stórra jarðskjálfta auk þess sem grjót getur hrunið úr hlíðum fjalla. Leiðbeiningar um hvernig megi draga verulega úr hættu af völdum jarðskálfta má finna á vefnum www.almannavarnir.is . Myndband um sama efni frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er á Youtube ."
Tengdar fréttir Skjálfti upp á 4 stig við Krýsuvík Skjálftinn átti sér stað rétt yfir klukkan eitt. 29. maí 2015 13:19 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Skjálfti upp á 4 stig við Krýsuvík Skjálftinn átti sér stað rétt yfir klukkan eitt. 29. maí 2015 13:19
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32