Forsætisráðherra upplýsi nánar um innihald hótunarbréfs Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. júní 2015 21:15 Fréttastofa 365 hefur farið fram á upplýsingar vegna yfirlýsingar forsætisráðherra frá því í gær. Í yfirlýsingunni er vísað í upplýsingar sem hótað var að opinbera. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að upplýsingarnar byggi á getgátum og sögusögnum. Vegna frétta af meintum fjárhagslegum tengingum forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson og meintri aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV hefur fréttastofan einnig farið fram á upplýsingar um hvort minnst hafi verið á eftirfarandi atriði í bréfi systranna:Meint fjárhagsleg tengsl forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson.Meinta aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV.DV eða aðra fjölmiðla.Hótunin sem fram kom í bréfinu fólst í að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Frá þessu var greint á Vísi í dag. Heimildir Vísis herma ennfremur að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðla Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. Hann hefur fátt sagt um málið á opinberum vettvangi. Á Facebook síðu sinni fullyrti hann að forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. Hann eigi ekki hlut í blaðinu og óskaði eftir því að tekið yrði tillit til þess að hér sé mannlegur harmleikur á ferðinni. Af hálfu lögreglu verða ekki veittar frekari upplýsingar um innihald bréfsins en þegar hafa komið fram í fréttatilkynningu lögreglunnar. Málið er enn til rannsóknar og verður sent ríkissaksóknara þegar rannsókn lýkur. Aðstoðarmaður forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason, ítrekar að enginn af starfsliði forsætisráðherra hefur litið bréfið augum. Bréfið sé lögreglugagn og ekki til afrit af því. Í morgunn barst lögreglunni önnur kæra vegna meintrar fjárkúgunar. Heimildir fréttastofunnar herma að kæran sé á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand. Síðla dags í kjölfar frétta um innihald hótunarbréfsins sendi MP banki frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að tengsl bankans við forsætisráðherra hafi legið fyrir lengi, bankinn hafi eftir sem áður starfað reglum samkvæmt. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fréttastofa 365 hefur farið fram á upplýsingar vegna yfirlýsingar forsætisráðherra frá því í gær. Í yfirlýsingunni er vísað í upplýsingar sem hótað var að opinbera. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að upplýsingarnar byggi á getgátum og sögusögnum. Vegna frétta af meintum fjárhagslegum tengingum forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson og meintri aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV hefur fréttastofan einnig farið fram á upplýsingar um hvort minnst hafi verið á eftirfarandi atriði í bréfi systranna:Meint fjárhagsleg tengsl forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson.Meinta aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV.DV eða aðra fjölmiðla.Hótunin sem fram kom í bréfinu fólst í að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Frá þessu var greint á Vísi í dag. Heimildir Vísis herma ennfremur að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðla Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. Hann hefur fátt sagt um málið á opinberum vettvangi. Á Facebook síðu sinni fullyrti hann að forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. Hann eigi ekki hlut í blaðinu og óskaði eftir því að tekið yrði tillit til þess að hér sé mannlegur harmleikur á ferðinni. Af hálfu lögreglu verða ekki veittar frekari upplýsingar um innihald bréfsins en þegar hafa komið fram í fréttatilkynningu lögreglunnar. Málið er enn til rannsóknar og verður sent ríkissaksóknara þegar rannsókn lýkur. Aðstoðarmaður forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason, ítrekar að enginn af starfsliði forsætisráðherra hefur litið bréfið augum. Bréfið sé lögreglugagn og ekki til afrit af því. Í morgunn barst lögreglunni önnur kæra vegna meintrar fjárkúgunar. Heimildir fréttastofunnar herma að kæran sé á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand. Síðla dags í kjölfar frétta um innihald hótunarbréfsins sendi MP banki frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að tengsl bankans við forsætisráðherra hafi legið fyrir lengi, bankinn hafi eftir sem áður starfað reglum samkvæmt.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira