Innlent

Talið að ástin hafi verið kveikjan að bensínsprengjuárás við Skautahöllina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árásin átti sér stað við Skautahöllina í Laugardal í gærkvöldi.
Árásin átti sér stað við Skautahöllina í Laugardal í gærkvöldi. Mynd/Loftmyndir.is
Yfirheyrslur yfir fimm drengjum á aldrinum sextán til átján ára standa nú yfir en þeir eru sakaðir um að hafa ráðist á þrjá jafnaldra sína við Skautahöllina í Laugardal í gær.

Voru þeir vopnaðir bensínsprengju og bareflum að því er fram kom í skýrslu frá lögreglu í gær. Var einhvers konar brúsa eða flösku kastað í áttina að drengjunum.

Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu upplýsti í samtali við Vísi að yfirheyrslur stæðu yfir. Reikna mætti með því að þær tækju ekki langan tíma og í kjölfarið yrðu þeir ákærðir.

Sem betur fer slasaðist enginn í árásinni í gær en talið er að ósætti drengjanna hafi eitthvað með ástarmál að gera.


Tengdar fréttir

Réðust að unglingum með bensínsprengjur og barefli að vopni

Fimm ungir menn á aldrinum 16 til 18 ára réðust að þremur piltum á sama aldri í Laugardal um níuleytið í gærkvöldi með bensínsprengjum og bareflum. Þolendurnir náðu að komast undan og lögregla handtók árásarmennina, sem nú gista fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×