Enski boltinn

Vörumerkið Manchester United metið á einn milljarð dollara

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester United hefur gert sterka auglýsingasamninga undanfarin misseri.
Manchester United hefur gert sterka auglýsingasamninga undanfarin misseri. vísir/getty
Vörumerkið Manchester United er það verðmætasta í heimsfótboltanum, en það tekur fram úr Bayern München og Real Madrid á nýjum lista Brand Finance.

Í úttekt BF eru 50 verðmætustu vörumerkin í knattspyrnuheiminum árið 2015 tekin saman. Þar er Manchester United á toppnum eftir að vera í þriðja sæti á síðasta ári.

Verðmæti vörumerkis United er nú 1,206 milljarður dala en það var metið á 739 milljónir dala á síðasta ári. Bayern München (933 milljónir) og Real Madrid (873 milljónir) eru í öðru og þriðja sæti.

Manchester United er fyrsta vörumerkið í fótboltanum sem rífur milljarð dollara múrinn, en liðið hefur gert virkilega sterka auglýsingasamninga á undanförnum árum.

Manchester City er í fjórða sæti, Chelsea í fimmta sæti og Barcelona er komið niður í sjötta sæti eftir að vera í fjórða á síðasta ári.

„Eins magnaður og árangur Barcelona er hefur félagið ekki náð jafngóðum tökum á vörumerki sínu eins og erkifjendurnir í Real Madrid eða ensku liðin sem færast ofar á hverju ári,“ segir um Barcelona í úttektinni.

Barcelona er þó með sterkasta vörumerkið þökk sé árangri félagsins og stórstjörnum á borð við Messi og Neymar, en Börsungar fá einkunn upp á AAA+.

Níu lið úr ensku úrvalsdeildinni eru á topp 20 en allan listann má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×