Samtalið mætti vera öflugra og meira Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 11. maí 2015 21:40 Magnús Pétursson ríkissáttasemjari telur enn ekki tímabært að leggja fram miðlunartillögu í þeim málum sem eru á hans borði. Of mikið beri á milli deiluaðila um grundvallaratriði. Þetta kom fram í Umræðunni í kvöld. Þar lýsti ríkissáttasemjari þungum áhyggjum yfir boðuðum verkföllum í lok þessa mánaðar. „Ég held að það verði ekki mjög mikil þolinmæði eftir í landinu þegar svona stórir hópar eru komnir í verkfall,” segir Magnús. Magnús sagði bæði launþega og launagreiðendur hafa unnið vel saman eftir hrun, sem hafi ekki verið sjálfsagt, en í samningum 2013 og 2014 hafi verið farið að hrikta í þeim stoðum. „Það lá ljóst fyrir 2013 og 2014 að það voru ekki allir á eitt sáttir.” Aðspurður um traust milli deiluaðila og aðkomu ríkisvaldsins að samningum sagði Magnús langa hefð vera fyrir því að ríkið komi að kjarasamningum og að samtalið sé milli þessara þriggja aðila, launþega, launagreiðenda og ríkisins. Magnús sagði ríkið hafa tvíþætt hlutverk annars vegar sem vinnuveitandi en líka „sem leiðandi aðili í landinu fyrir afkomu fólks. Þar hefur ríkið mest að segja.“ Jafnframt sagði hann okkur ekki vera komin á þann stað að ríkið geti dregið sitt út úr kjarasamningum. „Ég held að ríkið eigi að vera þátttakandi í kjarasamningum,” segir hann. Hann sagðist hins vegar hafa skilning á því að ríkisvaldið legði ekki spilin á borðið áður en aðrir hefðu sýnt á sín spil: „Ríkið byrjar ekki að leggja á borðið án þess að vita hvað hinir ætla sér eða áforma. Þannig að þetta hangir saman. Ég held að þetta sé þriggja aðila samtal sem mætti vera öflugra og meira.”Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari telur enn ekki tímabært að leggja fram miðlunartillögu í þeim málum sem eru á hans borði. Of mikið beri á milli deiluaðila um grundvallaratriði. Þetta kom fram í Umræðunni í kvöld. Þar lýsti ríkissáttasemjari þungum áhyggjum yfir boðuðum verkföllum í lok þessa mánaðar. „Ég held að það verði ekki mjög mikil þolinmæði eftir í landinu þegar svona stórir hópar eru komnir í verkfall,” segir Magnús. Magnús sagði bæði launþega og launagreiðendur hafa unnið vel saman eftir hrun, sem hafi ekki verið sjálfsagt, en í samningum 2013 og 2014 hafi verið farið að hrikta í þeim stoðum. „Það lá ljóst fyrir 2013 og 2014 að það voru ekki allir á eitt sáttir.” Aðspurður um traust milli deiluaðila og aðkomu ríkisvaldsins að samningum sagði Magnús langa hefð vera fyrir því að ríkið komi að kjarasamningum og að samtalið sé milli þessara þriggja aðila, launþega, launagreiðenda og ríkisins. Magnús sagði ríkið hafa tvíþætt hlutverk annars vegar sem vinnuveitandi en líka „sem leiðandi aðili í landinu fyrir afkomu fólks. Þar hefur ríkið mest að segja.“ Jafnframt sagði hann okkur ekki vera komin á þann stað að ríkið geti dregið sitt út úr kjarasamningum. „Ég held að ríkið eigi að vera þátttakandi í kjarasamningum,” segir hann. Hann sagðist hins vegar hafa skilning á því að ríkisvaldið legði ekki spilin á borðið áður en aðrir hefðu sýnt á sín spil: „Ríkið byrjar ekki að leggja á borðið án þess að vita hvað hinir ætla sér eða áforma. Þannig að þetta hangir saman. Ég held að þetta sé þriggja aðila samtal sem mætti vera öflugra og meira.”Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira