Eftirmaður Eyþórs gæti tekið ákvörðun um flutning starfsmanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2015 18:30 Sjávarútvegsráðherra hefur fallið frá kröfu um að starfsmenn Fiskistofu, að fiskistofustjóra undanskildum, flytji til Akureyrar. Þetta kom fram á fundi ráðherra með fiskistofustjóra í dag. Starfsmenn telja þetta fullnaðarsigur í baráttu gegn flutningi. Í bréfi atvinnuvegaráðuneytisins til Fiskistofu sem afhent var í dag kemur fram að enn standi til að stofnunin flytji norður að fenginni lagaheimild en ekki standi til að flytja starfsmenn að undanskildum fiskistofustjóra. Síðan segir í bréfinu: „Aðrir núverandi starfsmenn stofnunarinnar sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins. Fiskistofustjóri tekur ákvörðun um fyrirkomulag og tilhögun starfsstöðva þeirra starfsmanna sem síðar verða ráðnir til stofnunarinnar.“ Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að flytja Fiskistofu til Akureyrar olli miklum taugatitringi meðal starfsfólks þegar hún var kynnt í fyrra. Starfsfólk stofnunarinnar upplifir tíðindi dagsins sem fullnaðarsigur í baráttu gegn flutningi á störfum. „Fullnaðarsigur að mati starfsmanna Fiskistofu,“ segir Guðmundur Jóhannesson í tölvupósti til fjölmiðla. „Ég heyri að starfsfólk upplifir það þannig og það er mjög jákvætt en þetta er aðeins einn þáttur af mörgum óvissuþáttum sem þarf að eyða. Núna er þessi farinn út af borðinu en aðrir standa eftir,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Eyþór er sá eini sem flytur norður. Eftir stendur að fiskistofustjóri tekur ákvörðun um flutning starfsmanna.Þannig að eftirmaður þinn í embætti gæti tekið ákvörðun um að flytja þessa starfsmenn norður? „Já og ég gæti það líka. Þetta er bara heimild sem embættið hefur til að flytja starfsfólk á milli starfsstöðva ef þurfa þykir og ef hægt er að rökstyðja. Þannig að það er auðvitað ennþá inni í myndinni og er óbreytt frá valdheimild forstjóra,“ segir Eyþór. Tengdar fréttir Þungu fargi létt af starfsmönnum Fiskistofu "Það er búið að lofa ístertu á föstudaginn kemur,“ segir Björn Jónsson, kampakátur fulltrúi starfsmanna Fiskistofu. 13. maí 2015 15:23 Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra hefur fallið frá kröfu um að starfsmenn Fiskistofu, að fiskistofustjóra undanskildum, flytji til Akureyrar. Þetta kom fram á fundi ráðherra með fiskistofustjóra í dag. Starfsmenn telja þetta fullnaðarsigur í baráttu gegn flutningi. Í bréfi atvinnuvegaráðuneytisins til Fiskistofu sem afhent var í dag kemur fram að enn standi til að stofnunin flytji norður að fenginni lagaheimild en ekki standi til að flytja starfsmenn að undanskildum fiskistofustjóra. Síðan segir í bréfinu: „Aðrir núverandi starfsmenn stofnunarinnar sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins. Fiskistofustjóri tekur ákvörðun um fyrirkomulag og tilhögun starfsstöðva þeirra starfsmanna sem síðar verða ráðnir til stofnunarinnar.“ Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að flytja Fiskistofu til Akureyrar olli miklum taugatitringi meðal starfsfólks þegar hún var kynnt í fyrra. Starfsfólk stofnunarinnar upplifir tíðindi dagsins sem fullnaðarsigur í baráttu gegn flutningi á störfum. „Fullnaðarsigur að mati starfsmanna Fiskistofu,“ segir Guðmundur Jóhannesson í tölvupósti til fjölmiðla. „Ég heyri að starfsfólk upplifir það þannig og það er mjög jákvætt en þetta er aðeins einn þáttur af mörgum óvissuþáttum sem þarf að eyða. Núna er þessi farinn út af borðinu en aðrir standa eftir,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Eyþór er sá eini sem flytur norður. Eftir stendur að fiskistofustjóri tekur ákvörðun um flutning starfsmanna.Þannig að eftirmaður þinn í embætti gæti tekið ákvörðun um að flytja þessa starfsmenn norður? „Já og ég gæti það líka. Þetta er bara heimild sem embættið hefur til að flytja starfsfólk á milli starfsstöðva ef þurfa þykir og ef hægt er að rökstyðja. Þannig að það er auðvitað ennþá inni í myndinni og er óbreytt frá valdheimild forstjóra,“ segir Eyþór.
Tengdar fréttir Þungu fargi létt af starfsmönnum Fiskistofu "Það er búið að lofa ístertu á föstudaginn kemur,“ segir Björn Jónsson, kampakátur fulltrúi starfsmanna Fiskistofu. 13. maí 2015 15:23 Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Þungu fargi létt af starfsmönnum Fiskistofu "Það er búið að lofa ístertu á föstudaginn kemur,“ segir Björn Jónsson, kampakátur fulltrúi starfsmanna Fiskistofu. 13. maí 2015 15:23
Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18