Innlent

Tveir í bíl sem valt á Miklubraut

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá mynd af vettvangi.
Hér má sjá mynd af vettvangi. vísir/JHH
Bílvelta varð á Miklubraut um hálf ellefuleytið í kvöld. Slysið varð þar sem Miklabraut gengur undir Bústaðaveg á mörkum Snorrabrautar og Bústaðavegar.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta en tveir voru í bílnum. Þeir komu sér sjálfir út úr bílnum. Tveir sjúkrabílar og einn tækjabíll voru sendir á vettvang og voru mennirnir fluttir á slysadeild.

Nánari upplýsingar um meiðsl mannanna liggja ekki fyrir en lögregla lokaði fyrir umferð um Miklubraut í austurátt í kjölfar slyssins.

Uppfært klukkan - 23:54

Samkvæmt vakthafandi lækni á Landspítalanum eru mennirnir ekki taldir alvarlega slasaðir.

Hér má sjá kort sem sýnir hvar bílveltan átti sér stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×