Býr í tíu fermetra herbergi og skuldar 34 milljónir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 3. maí 2015 19:24 Signa Hrönn Stefánsdóttir býr í 10 fermetra herbergi í foreldrahúsum ásamt manni sínum og tveimur börnum. Hún skuldar rúmar 34 milljónir, eftir að hafa keypt íbúð skömmu fyrir hrun. Fjöldi fólks sem var með lánsveð á íbúðum sínum í hruninu, gat í flestum tilfellum ekki nýtt sér úrræði sem skuldurum stóðu til boða. „Í gærkvöldi skelltum við Ljómatúni 11 í lás í hinsta sinn eftir ógeðslega erfiðar undanfarnar vikur.“ Þetta skrifaði Signa Hrönn á Facebook-síðu sína, en færslan hefur vakið mikla athygli. „Við keyptum íbúðina líklegast á allra versta tíma sem hugsast gat. Geir H. Harde sagði í sjónvarpinu „Guð blessi Ísland“ korteri eftir að við tengdum sjónvarpið okkar í nýju íbúðinni,“ segir hún. „Þremur mánuðum síðar voru 4 milljónirnar sem við áttum og lögðum í íbúðina gufaðar upp. Bankinn dró lánsloforð sitt til baka þannig að við stóðum frammi fyrir því að þurfa að ganga út á núlli. Bankinn hvatti okkur hins vegar til að fá lánað veð hjá foreldrum okkar því svona yrði þetta ekki í langan tíma. – Í dag er 19 milljón króna lánið sem við tókum orðið tæplega 34 milljónir. Við höfum borgað tæpar 12 milljónir af láninu á þessum tíma eða frá árinu 2008. Vegna þess að hjónin voru með lánsveð stóðu þeim almennt ekki til boða úrræði fyrir fólk í skuldavanda. „Við pössuðum ekki inn í 110% leiðina. Íbúðalánasjóðslánið var 109% en lánin sem hvíldu á eignum foreldra okkar féllu ekki þar undir. Foreldrarnir okkar reyndu þá að falla undir 110 prósent leiðina en fengu ekki heldur þar sem þau voru ekki greiðendur af láninu.“ Sverrir Bollason fór fyrir hópi lánsveðsfólks á sínum tíma sem barðist fyrir úrlausn sinna mála. Eftir langa baráttu var gert samkomulag við lífeyrissjóðina fyrir síðustu kosningar sem átti að gagnast. Það var síðan fellt úr gildi því núverandi ríkisstjórn taldi að leiðréttingin myndi gera nóg. Leiðréttingin var hins vegar með lægra þaki en 110 prósenta leiðin og tíminn frá hruni hafði reynst mörgum erfiður. „Ég lít svo á að þetta sé eini heildstæði hópurinn sem hefur verið alveg skilinn eftir og verið afskiptur í öllum þessum skuldaleiðréttingaraðgerðum sem farið hefur verið í á undanförnum 6 árum,“ segir hann við Stöð 2. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Signa Hrönn Stefánsdóttir býr í 10 fermetra herbergi í foreldrahúsum ásamt manni sínum og tveimur börnum. Hún skuldar rúmar 34 milljónir, eftir að hafa keypt íbúð skömmu fyrir hrun. Fjöldi fólks sem var með lánsveð á íbúðum sínum í hruninu, gat í flestum tilfellum ekki nýtt sér úrræði sem skuldurum stóðu til boða. „Í gærkvöldi skelltum við Ljómatúni 11 í lás í hinsta sinn eftir ógeðslega erfiðar undanfarnar vikur.“ Þetta skrifaði Signa Hrönn á Facebook-síðu sína, en færslan hefur vakið mikla athygli. „Við keyptum íbúðina líklegast á allra versta tíma sem hugsast gat. Geir H. Harde sagði í sjónvarpinu „Guð blessi Ísland“ korteri eftir að við tengdum sjónvarpið okkar í nýju íbúðinni,“ segir hún. „Þremur mánuðum síðar voru 4 milljónirnar sem við áttum og lögðum í íbúðina gufaðar upp. Bankinn dró lánsloforð sitt til baka þannig að við stóðum frammi fyrir því að þurfa að ganga út á núlli. Bankinn hvatti okkur hins vegar til að fá lánað veð hjá foreldrum okkar því svona yrði þetta ekki í langan tíma. – Í dag er 19 milljón króna lánið sem við tókum orðið tæplega 34 milljónir. Við höfum borgað tæpar 12 milljónir af láninu á þessum tíma eða frá árinu 2008. Vegna þess að hjónin voru með lánsveð stóðu þeim almennt ekki til boða úrræði fyrir fólk í skuldavanda. „Við pössuðum ekki inn í 110% leiðina. Íbúðalánasjóðslánið var 109% en lánin sem hvíldu á eignum foreldra okkar féllu ekki þar undir. Foreldrarnir okkar reyndu þá að falla undir 110 prósent leiðina en fengu ekki heldur þar sem þau voru ekki greiðendur af láninu.“ Sverrir Bollason fór fyrir hópi lánsveðsfólks á sínum tíma sem barðist fyrir úrlausn sinna mála. Eftir langa baráttu var gert samkomulag við lífeyrissjóðina fyrir síðustu kosningar sem átti að gagnast. Það var síðan fellt úr gildi því núverandi ríkisstjórn taldi að leiðréttingin myndi gera nóg. Leiðréttingin var hins vegar með lægra þaki en 110 prósenta leiðin og tíminn frá hruni hafði reynst mörgum erfiður. „Ég lít svo á að þetta sé eini heildstæði hópurinn sem hefur verið alveg skilinn eftir og verið afskiptur í öllum þessum skuldaleiðréttingaraðgerðum sem farið hefur verið í á undanförnum 6 árum,“ segir hann við Stöð 2.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira