Krefjast réttlætis fyrir konuna í Garðabæ: "Búið að taka af henni allt sem hún átti“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2015 15:45 Fjölskylda 85 ára konu sem nýlega beið lægri hlut í Hæstarétti vegna skemmda sem einbýlishús hennar í Garðabæ varð fyrir segir málinu ekki lokið. Vísir/Valli Fjölskylda 85 ára konu sem nýlega beið lægri hlut í Hæstarétti vegna skemmda sem einbýlishús hennar í Garðabæ varð fyrir segir málinu ekki lokið. Vonast fjölskyldan til aukinnar umræðu um málið sem verði til þess fallin að bærinn komi til móts við konuna á einhvern hátt. Kristjana María Ásbjörnsdóttir, barnabarn konunnar, segir óréttlætið hafa sigrað. Framkoma sveitarfélagsins við ömmu hennar sé með öllu óásættanleg.Ekkert móttilboð „Þó það væri ekki nema að Garðabær myndi kaupa húsið og lóðina af ömmu, þá strax yrði þetta betra. Bærinn hafði samband við okkur eftir Kastljóssviðtalið sem amma fór í eftir að dómurinn féll og bauðst til að gera tilboð í húsið. Þegar við komum með tölu þá neitaði bærinn og kom aldrei með móttilboð,“ segir Kristjana. Hún bætir við að upphæðin hafi verið í samræmi við fasteignaverð hússins.Húsið er óíbúðarhæft og sagt heilsuspillandi, en talið er að kostnaður við endurbyggingu þess nemi um 46 milljónum króna.Vísir/ValliHúsið er staðsett á gatnamótum Goðatúns og Silfurtúns í Garðabæ. Bærinn réðist í endurbætur á síðarnefndri götu árið 2008 en konan taldi framkvæmdirnar hafa valdið sigi á húsinu. Hún fór því í skaðabótamál við bæinn og vann það í Héraðsdómi Reykjaness árið 2013. Bænum var þá gert að greiða henni 35 milljónir króna en áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þeim dómi var snúið við.Allir sjóðir tómir „Við viljum halda málinu gangandi, því af okkar hálfu er þetta ekkert búið. Okkur langar að gera meira en við erum bara venjuleg fjölskylda. Það er enginn ríkur og við tæmdum alla sjóði í þessi dómsmál sem kostuðu um níu milljónir. Húsið og garðurinn var það eina sem amma átti, hún er öreigi og lifir bara á því sem hún fær í ellilífeyri,“ segir Kristjana og bætir við að amma hennar búi nú í lítilli leiguíbúð í Garðabæ. Húsið er óíbúðarhæft og sagt heilsuspillandi, en talið er að kostnaður við endurbyggingu þess nemi um 46 milljónum króna. „Þrátt fyrir að hún geti ekki búið í húsinu lengur þá fer hún reglulega í garðinn sinn og vinnur í honum. Hún er kona sem hefur unnið alla sína ævi en núna er búið að taka af henni allt sem hún átti. Hún eyðir samt löngum stundum í garðinum, er þar alltaf á hnjánum, og hugsar um blómin sín sem hún elskar svo mikið.“ Fjölskyldan opnaði Facebook-síðu henni til stuðnings fyrir viku síðan. Kristjana skrifaði pistil um ömmu sína á dögunum en hann má lesa hér fyrir neðan.-Barnabarn konunnar skrifar:Ég fór alltaf í þetta sama hús í heimsókn til ömmu og afa, alla mína æsku. Í húsinu var mi...Posted by Réttlæti fyrir gömlu konuna í Garðabæ on 30. apríl 2015 Tengdar fréttir Garðabær sýknaður af 35 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur segir bæinn ekki bera ábyrgð á því að einbýlishús gamallar konu er nú ónýtt. 28. nóvember 2014 10:37 Mest lesið Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Innlent Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Innlent 21 árs konu bjargað á Gasa tíu árum eftir að henni var rænt Erlent Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Innlent Býst við þremur áminningum til og hjólar í lögmannanefnd Innlent Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum Innlent Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi Innlent List í anda frægustu orða Vigdísar og allar slaufurnar á sama stað Innlent Þrettán fengið samtals 512 eldri orlofsdaga greidda við starfslok Innlent Kynferðisleg svefnröskun hélt ekki vatni Innlent Fleiri fréttir Rangt að aðeins læknir hafi haft aðgang að gögnum úr sjúkraskrá Ábendingarnar verði teknar alvarlega Hætta rannsókn á mútumálinu á Selfossi Þrettán fengið samtals 512 eldri orlofsdaga greidda við starfslok Ökumanns hvítrar Teslu enn leitað Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt „Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“ Rjúpnaveiðitímabilið 25 til 58 dagar eftir svæðum Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum „Laxaastmi“ tekinn alvarlega fyrir vestan Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi Býst við þremur áminningum til og hjólar í lögmannanefnd List í anda frægustu orða Vigdísar og allar slaufurnar á sama stað Stilltu til friðar í slagsmálum fyrir utan skemmtistað Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Þrír í haldi í fíkniefnamáli Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Keyrt á tvo unga drengi Minnast Bryndísar Klöru með tónleikum: „Fallegt hvað allir stóðu saman“ Kynferðisleg svefnröskun hélt ekki vatni Féll af steini við Seljalandsfoss Heilsugæslan til rannsóknar og síðasta farþegaflug júmbóþotu Kaldasti september frá árinu 2005 Hefja frumkvæðisathugun á Heilsugæslunni Segir nákvæmlega ekkert að óttast við atkvæðagreiðsluna Ótrúverðugar skýringar í nauðgunarmáli Alelda bíll á Reykjanesbraut Leita tveggja vegna banaslyssins á Sæbraut Sjá meira
Fjölskylda 85 ára konu sem nýlega beið lægri hlut í Hæstarétti vegna skemmda sem einbýlishús hennar í Garðabæ varð fyrir segir málinu ekki lokið. Vonast fjölskyldan til aukinnar umræðu um málið sem verði til þess fallin að bærinn komi til móts við konuna á einhvern hátt. Kristjana María Ásbjörnsdóttir, barnabarn konunnar, segir óréttlætið hafa sigrað. Framkoma sveitarfélagsins við ömmu hennar sé með öllu óásættanleg.Ekkert móttilboð „Þó það væri ekki nema að Garðabær myndi kaupa húsið og lóðina af ömmu, þá strax yrði þetta betra. Bærinn hafði samband við okkur eftir Kastljóssviðtalið sem amma fór í eftir að dómurinn féll og bauðst til að gera tilboð í húsið. Þegar við komum með tölu þá neitaði bærinn og kom aldrei með móttilboð,“ segir Kristjana. Hún bætir við að upphæðin hafi verið í samræmi við fasteignaverð hússins.Húsið er óíbúðarhæft og sagt heilsuspillandi, en talið er að kostnaður við endurbyggingu þess nemi um 46 milljónum króna.Vísir/ValliHúsið er staðsett á gatnamótum Goðatúns og Silfurtúns í Garðabæ. Bærinn réðist í endurbætur á síðarnefndri götu árið 2008 en konan taldi framkvæmdirnar hafa valdið sigi á húsinu. Hún fór því í skaðabótamál við bæinn og vann það í Héraðsdómi Reykjaness árið 2013. Bænum var þá gert að greiða henni 35 milljónir króna en áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þeim dómi var snúið við.Allir sjóðir tómir „Við viljum halda málinu gangandi, því af okkar hálfu er þetta ekkert búið. Okkur langar að gera meira en við erum bara venjuleg fjölskylda. Það er enginn ríkur og við tæmdum alla sjóði í þessi dómsmál sem kostuðu um níu milljónir. Húsið og garðurinn var það eina sem amma átti, hún er öreigi og lifir bara á því sem hún fær í ellilífeyri,“ segir Kristjana og bætir við að amma hennar búi nú í lítilli leiguíbúð í Garðabæ. Húsið er óíbúðarhæft og sagt heilsuspillandi, en talið er að kostnaður við endurbyggingu þess nemi um 46 milljónum króna. „Þrátt fyrir að hún geti ekki búið í húsinu lengur þá fer hún reglulega í garðinn sinn og vinnur í honum. Hún er kona sem hefur unnið alla sína ævi en núna er búið að taka af henni allt sem hún átti. Hún eyðir samt löngum stundum í garðinum, er þar alltaf á hnjánum, og hugsar um blómin sín sem hún elskar svo mikið.“ Fjölskyldan opnaði Facebook-síðu henni til stuðnings fyrir viku síðan. Kristjana skrifaði pistil um ömmu sína á dögunum en hann má lesa hér fyrir neðan.-Barnabarn konunnar skrifar:Ég fór alltaf í þetta sama hús í heimsókn til ömmu og afa, alla mína æsku. Í húsinu var mi...Posted by Réttlæti fyrir gömlu konuna í Garðabæ on 30. apríl 2015
Tengdar fréttir Garðabær sýknaður af 35 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur segir bæinn ekki bera ábyrgð á því að einbýlishús gamallar konu er nú ónýtt. 28. nóvember 2014 10:37 Mest lesið Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Innlent Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Innlent 21 árs konu bjargað á Gasa tíu árum eftir að henni var rænt Erlent Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Innlent Býst við þremur áminningum til og hjólar í lögmannanefnd Innlent Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum Innlent Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi Innlent List í anda frægustu orða Vigdísar og allar slaufurnar á sama stað Innlent Þrettán fengið samtals 512 eldri orlofsdaga greidda við starfslok Innlent Kynferðisleg svefnröskun hélt ekki vatni Innlent Fleiri fréttir Rangt að aðeins læknir hafi haft aðgang að gögnum úr sjúkraskrá Ábendingarnar verði teknar alvarlega Hætta rannsókn á mútumálinu á Selfossi Þrettán fengið samtals 512 eldri orlofsdaga greidda við starfslok Ökumanns hvítrar Teslu enn leitað Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt „Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“ Rjúpnaveiðitímabilið 25 til 58 dagar eftir svæðum Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum „Laxaastmi“ tekinn alvarlega fyrir vestan Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi Býst við þremur áminningum til og hjólar í lögmannanefnd List í anda frægustu orða Vigdísar og allar slaufurnar á sama stað Stilltu til friðar í slagsmálum fyrir utan skemmtistað Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Þrír í haldi í fíkniefnamáli Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Keyrt á tvo unga drengi Minnast Bryndísar Klöru með tónleikum: „Fallegt hvað allir stóðu saman“ Kynferðisleg svefnröskun hélt ekki vatni Féll af steini við Seljalandsfoss Heilsugæslan til rannsóknar og síðasta farþegaflug júmbóþotu Kaldasti september frá árinu 2005 Hefja frumkvæðisathugun á Heilsugæslunni Segir nákvæmlega ekkert að óttast við atkvæðagreiðsluna Ótrúverðugar skýringar í nauðgunarmáli Alelda bíll á Reykjanesbraut Leita tveggja vegna banaslyssins á Sæbraut Sjá meira
Garðabær sýknaður af 35 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur segir bæinn ekki bera ábyrgð á því að einbýlishús gamallar konu er nú ónýtt. 28. nóvember 2014 10:37