Lífið

Illa farnir fara á toppinn á Austurlandi

Tinni Sveinsson skrifar
Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast hinir viðkunnanlegu félagar Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.



Þeir eru búnir að flakka út um allt land og er nú komið að öðrum þætti frá Austurlandi. 

Þeir vakna eftir ævintýri síðasta þáttar á Mjóeyrinni í blíðskaparveðri. Fá sér sundsprett í sjónum og keyra síðan á Breiðdalsvík þar sem þeir hitta strákana í Tinna Travel Adventures.

„Þeir tóku okkur upp á toppinn á Kistufelli á tveimur upphækkuðum og steruðum Cruiserum. Það er ótrúlegt hvað þessir bílar geta,“ segir Davíð.

„Ég krúsaði síðan niður fjallið á brettinu. Það var frekar klikkað að renna sér niður kambinn á toppnum á Kistufelli þar sem var u.þ.b. 65% halli.“

Strákarnir leika sér síðan á fallegu svæði þarna rétt fyrir neðan með jeppunum, kaðal og bretti. Svo eru þeir ekki síst ánægðir með að hafa loks séð hreindýr, sem var eitt af því sem þeir hlökkuðu hvað mest til fyrir ferðalagið til Austurlands.

„Þetta var alveg geðveikt. Allt snævi þakið, logn og léttskýjað. Binni horfði bara á á hækjunum. Æ, æ, greyið,“ segir Davíð en Brynjólfur sneri sig einmitt á Sólheimasandi í síðasta þætti.

Þetta er fjórtándi þáttur af Illa farnir. Alls verða þættirnir sextán talsins, fjórir frá hverjum landshluta.


Tengdar fréttir

Létu illum látum í lægðinni í Reykjavík

„Við ákváðum að finna skemmtilega leið til að eyða tveimur dögum í Reykjavík. Þetta endaði á því að verða blautur þáttur, eins og þeir eiga að vera,“ segir Davíð.

Velti sleðanum og fór úr axlarlið

Strákarnir í Illa farnir eru staddir á Sauðárkróki og skella sér á vélsleða. Það reyndar gengur ekki betur en svo að Davíð veltir sínum sleða og fer úr axlarlið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×