Mayweather: Ég er víst betri en Ali Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2015 12:15 Vísir/Getty Floyd Mayweather heldur fast í fyrri yfirlýsingur sínar en að hann sé betri hnefaleikamaður en að goðsögnin Mohammed Ali var á sínum tíma. Nú styttist í bardaga hans gegn Manny Pacquaio en Mayweather er enn ósigraður í 47 bardögum á atvinnumannaferlinum. Hann vakti mikla athygli þegar hann lét þau orð falla í viðtali á dögunum að hann væri besti hnefaleikakappi sögunnar. „Sá maður er ekki til sem getur heilaþvegið mig og talið mér trú um að Sugar Ray Robinson og Muhammed Ali hefðu verið betri en ég,“ sagði Mayweather í viðtalinu umrædda við ESPN. Eftir gagnrýnina sem Mayweather fékk steig hann aftur fram og ítrekaði fyrri orð sín. „Með fullri virðingu fyrir Muhammed Ali þá vann hann sína titla í einum þyngdarflokki,“ sagði hann en Mayweather hefur orðið heimsmeistari í fjórum mismunandi þyngdarflokkum á nítján ára ferli. „Ali mætti Leon Spinks og tapaði fyrir manni sem hafði aðeins keppt í sjö bardögum. Hann tapaði öðrum bardögum en hann er samt þekktur sem sá besti (e. The Greatest) vegna þess að hann kallaði sig það sjálfur.“ „Ég kalla mig TBE [sá besti frá upphafi] (e. The Best Ever). Ég er viss um að ég verði gagnrýndur fyrir það sem ég segi en mér gæti ekki verið meira sama. Mér er alveg sama um eftirmálana.“ Bardagi Mayweather og Pacquiao fer fram 2. maí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Box Tengdar fréttir Ekki ókeypis að horfa á Mayweather og Pacquiao Það er ekki að ástæðulausu að þeir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao munu stórgræða á bardaga sínum í maí. 24. mars 2015 21:40 Lét útbúa munnstykki fyrir 3,4 milljónir Floyd Mayweather er moldríkur og vill að allir viti af því. 6. apríl 2015 23:15 Bubbi og Ómar lýsa boxveislu aldarinnar á Stöð 2 Sport | Myndband "2. maí verður stærsti boxbardagi síðustu þriggja áratuga.“ 17. apríl 2015 20:15 Síðasti bardagi Mayweather verður í september Floyd Mayweather er búinn að ákveða hvenær hann hendir hönskunum upp í hillu. 15. apríl 2015 14:30 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira
Floyd Mayweather heldur fast í fyrri yfirlýsingur sínar en að hann sé betri hnefaleikamaður en að goðsögnin Mohammed Ali var á sínum tíma. Nú styttist í bardaga hans gegn Manny Pacquaio en Mayweather er enn ósigraður í 47 bardögum á atvinnumannaferlinum. Hann vakti mikla athygli þegar hann lét þau orð falla í viðtali á dögunum að hann væri besti hnefaleikakappi sögunnar. „Sá maður er ekki til sem getur heilaþvegið mig og talið mér trú um að Sugar Ray Robinson og Muhammed Ali hefðu verið betri en ég,“ sagði Mayweather í viðtalinu umrædda við ESPN. Eftir gagnrýnina sem Mayweather fékk steig hann aftur fram og ítrekaði fyrri orð sín. „Með fullri virðingu fyrir Muhammed Ali þá vann hann sína titla í einum þyngdarflokki,“ sagði hann en Mayweather hefur orðið heimsmeistari í fjórum mismunandi þyngdarflokkum á nítján ára ferli. „Ali mætti Leon Spinks og tapaði fyrir manni sem hafði aðeins keppt í sjö bardögum. Hann tapaði öðrum bardögum en hann er samt þekktur sem sá besti (e. The Greatest) vegna þess að hann kallaði sig það sjálfur.“ „Ég kalla mig TBE [sá besti frá upphafi] (e. The Best Ever). Ég er viss um að ég verði gagnrýndur fyrir það sem ég segi en mér gæti ekki verið meira sama. Mér er alveg sama um eftirmálana.“ Bardagi Mayweather og Pacquiao fer fram 2. maí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Box Tengdar fréttir Ekki ókeypis að horfa á Mayweather og Pacquiao Það er ekki að ástæðulausu að þeir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao munu stórgræða á bardaga sínum í maí. 24. mars 2015 21:40 Lét útbúa munnstykki fyrir 3,4 milljónir Floyd Mayweather er moldríkur og vill að allir viti af því. 6. apríl 2015 23:15 Bubbi og Ómar lýsa boxveislu aldarinnar á Stöð 2 Sport | Myndband "2. maí verður stærsti boxbardagi síðustu þriggja áratuga.“ 17. apríl 2015 20:15 Síðasti bardagi Mayweather verður í september Floyd Mayweather er búinn að ákveða hvenær hann hendir hönskunum upp í hillu. 15. apríl 2015 14:30 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira
Ekki ókeypis að horfa á Mayweather og Pacquiao Það er ekki að ástæðulausu að þeir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao munu stórgræða á bardaga sínum í maí. 24. mars 2015 21:40
Lét útbúa munnstykki fyrir 3,4 milljónir Floyd Mayweather er moldríkur og vill að allir viti af því. 6. apríl 2015 23:15
Bubbi og Ómar lýsa boxveislu aldarinnar á Stöð 2 Sport | Myndband "2. maí verður stærsti boxbardagi síðustu þriggja áratuga.“ 17. apríl 2015 20:15
Síðasti bardagi Mayweather verður í september Floyd Mayweather er búinn að ákveða hvenær hann hendir hönskunum upp í hillu. 15. apríl 2015 14:30