Sport

Ekki ókeypis að horfa á Mayweather og Pacquiao

Milljón dollara menn.
Milljón dollara menn. vísir/getty
Það er ekki að ástæðulausu að þeir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao munu stórgræða á bardaga sínum í maí.

Það kostar formúgu að komast inn í salinn, sjónvarpsrétturinn er seldur á gölnu verði um allan heim og áhorfendur munu síðan borga brúsann.

Sky Sports vann útboðið í Bretlandi og þeir sem vilja sjá bardagann í Bretlandi þurfa að greiða 5.000 krónur fyrir. Aldrei hefur verið rukkað eins mikið fyrir stakan viðburð í bresku sjónvarpi.

Það er þó ekkert miðað við Bandaríkin þar sem bæði HBO og Showtime munu sýna beint. Þar mun kosta hátt í 14 þúsund krónur að sjá bardagann.

Þetta verður verðmætasti bardagi sögunnar og búist við því að tekjurnar verði 34 milljarðar króna.

Box

Tengdar fréttir

Pacquiao syngur eigið inngöngulag

Það er greinilega ekki til það verk sem er Manny Pacquiao ofviða. Hann er einn besti hnefaleikamaður heims, er atvinnumaður í körfubolta, stjórnmálamaður og nú söngvari.

Mayweather og Pacquiao verða lyfjaprófaðir

Það bíða margir spenntir eftir boxbardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquiao sem fer fram í maí í Las Vegas en hann hefur þegar fengið gælunafnið Bardagi aldarinnar. Nú er ljóst að boxararnir mæta "hreinir" til leiks.

Veðjar 215 milljónum á sigur Mayweather

Bandaríski rapparinn 50 Cent er fullviss um að Floyd Mayweather muni vinna Manny Pacquiao í maí og mun veðja alvöru peningum á þennan bardaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×