Mayweather: Ég er víst betri en Ali Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2015 12:15 Vísir/Getty Floyd Mayweather heldur fast í fyrri yfirlýsingur sínar en að hann sé betri hnefaleikamaður en að goðsögnin Mohammed Ali var á sínum tíma. Nú styttist í bardaga hans gegn Manny Pacquaio en Mayweather er enn ósigraður í 47 bardögum á atvinnumannaferlinum. Hann vakti mikla athygli þegar hann lét þau orð falla í viðtali á dögunum að hann væri besti hnefaleikakappi sögunnar. „Sá maður er ekki til sem getur heilaþvegið mig og talið mér trú um að Sugar Ray Robinson og Muhammed Ali hefðu verið betri en ég,“ sagði Mayweather í viðtalinu umrædda við ESPN. Eftir gagnrýnina sem Mayweather fékk steig hann aftur fram og ítrekaði fyrri orð sín. „Með fullri virðingu fyrir Muhammed Ali þá vann hann sína titla í einum þyngdarflokki,“ sagði hann en Mayweather hefur orðið heimsmeistari í fjórum mismunandi þyngdarflokkum á nítján ára ferli. „Ali mætti Leon Spinks og tapaði fyrir manni sem hafði aðeins keppt í sjö bardögum. Hann tapaði öðrum bardögum en hann er samt þekktur sem sá besti (e. The Greatest) vegna þess að hann kallaði sig það sjálfur.“ „Ég kalla mig TBE [sá besti frá upphafi] (e. The Best Ever). Ég er viss um að ég verði gagnrýndur fyrir það sem ég segi en mér gæti ekki verið meira sama. Mér er alveg sama um eftirmálana.“ Bardagi Mayweather og Pacquiao fer fram 2. maí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Box Tengdar fréttir Ekki ókeypis að horfa á Mayweather og Pacquiao Það er ekki að ástæðulausu að þeir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao munu stórgræða á bardaga sínum í maí. 24. mars 2015 21:40 Lét útbúa munnstykki fyrir 3,4 milljónir Floyd Mayweather er moldríkur og vill að allir viti af því. 6. apríl 2015 23:15 Bubbi og Ómar lýsa boxveislu aldarinnar á Stöð 2 Sport | Myndband "2. maí verður stærsti boxbardagi síðustu þriggja áratuga.“ 17. apríl 2015 20:15 Síðasti bardagi Mayweather verður í september Floyd Mayweather er búinn að ákveða hvenær hann hendir hönskunum upp í hillu. 15. apríl 2015 14:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira
Floyd Mayweather heldur fast í fyrri yfirlýsingur sínar en að hann sé betri hnefaleikamaður en að goðsögnin Mohammed Ali var á sínum tíma. Nú styttist í bardaga hans gegn Manny Pacquaio en Mayweather er enn ósigraður í 47 bardögum á atvinnumannaferlinum. Hann vakti mikla athygli þegar hann lét þau orð falla í viðtali á dögunum að hann væri besti hnefaleikakappi sögunnar. „Sá maður er ekki til sem getur heilaþvegið mig og talið mér trú um að Sugar Ray Robinson og Muhammed Ali hefðu verið betri en ég,“ sagði Mayweather í viðtalinu umrædda við ESPN. Eftir gagnrýnina sem Mayweather fékk steig hann aftur fram og ítrekaði fyrri orð sín. „Með fullri virðingu fyrir Muhammed Ali þá vann hann sína titla í einum þyngdarflokki,“ sagði hann en Mayweather hefur orðið heimsmeistari í fjórum mismunandi þyngdarflokkum á nítján ára ferli. „Ali mætti Leon Spinks og tapaði fyrir manni sem hafði aðeins keppt í sjö bardögum. Hann tapaði öðrum bardögum en hann er samt þekktur sem sá besti (e. The Greatest) vegna þess að hann kallaði sig það sjálfur.“ „Ég kalla mig TBE [sá besti frá upphafi] (e. The Best Ever). Ég er viss um að ég verði gagnrýndur fyrir það sem ég segi en mér gæti ekki verið meira sama. Mér er alveg sama um eftirmálana.“ Bardagi Mayweather og Pacquiao fer fram 2. maí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Box Tengdar fréttir Ekki ókeypis að horfa á Mayweather og Pacquiao Það er ekki að ástæðulausu að þeir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao munu stórgræða á bardaga sínum í maí. 24. mars 2015 21:40 Lét útbúa munnstykki fyrir 3,4 milljónir Floyd Mayweather er moldríkur og vill að allir viti af því. 6. apríl 2015 23:15 Bubbi og Ómar lýsa boxveislu aldarinnar á Stöð 2 Sport | Myndband "2. maí verður stærsti boxbardagi síðustu þriggja áratuga.“ 17. apríl 2015 20:15 Síðasti bardagi Mayweather verður í september Floyd Mayweather er búinn að ákveða hvenær hann hendir hönskunum upp í hillu. 15. apríl 2015 14:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira
Ekki ókeypis að horfa á Mayweather og Pacquiao Það er ekki að ástæðulausu að þeir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao munu stórgræða á bardaga sínum í maí. 24. mars 2015 21:40
Lét útbúa munnstykki fyrir 3,4 milljónir Floyd Mayweather er moldríkur og vill að allir viti af því. 6. apríl 2015 23:15
Bubbi og Ómar lýsa boxveislu aldarinnar á Stöð 2 Sport | Myndband "2. maí verður stærsti boxbardagi síðustu þriggja áratuga.“ 17. apríl 2015 20:15
Síðasti bardagi Mayweather verður í september Floyd Mayweather er búinn að ákveða hvenær hann hendir hönskunum upp í hillu. 15. apríl 2015 14:30