RIFF í samstarf við Litháen: Leita að fimm ungum kvikmyndagerðarmönnum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. apríl 2015 10:49 Hallfríður Þóra er yfir verkefninu fyrir Íslands hönd. Á myndinni má sjá staðinn sem kvikmyndagerðarmennirnir ungu koma til með að heimsækja. Mynd/AlexBergmann/RIFF „Það er ekki samasem merki á milli þess að vera góður listamaður og að geta komið hugmynd sinni á framfæri,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri RIFF, en hún vinnur nú að því að skipuleggja hagnýtt námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn í samstarfi við litháenska kvikmyndahátíð. Námskeiðið verður haldið bæði hér á landi og í Litháen. „Námskeiðið leggur áherslu á nýsköpun og framleiðslu. Það á að veita ungu kvikmyndafólki innblástur og lærdóm í hagnýtum atriðum, eins og hvernig er sniðugt að selja hugmyndina sína eða hvernig er best að stýra fyrirtæki,“ útskýrir Hallfríður Þóra. „Þetta er gríðarlega hagnýtt og svarar spurningunni „hvernig á ég að láta drauminn minn verða að veruleika?“. Við erum að gefa þessu unga kvikmyndagerðafólki tækifæri til að efla sig í þáttum sem er ekki endilega lögð áhersla á að kenna í kvikmyndaskólum. Færa þeim tólin sem gefur þeim færi á að taka virkan þátt í þeirri hörðu samkeppni sem einkennir kvikmyndabransann.“Stuttmyndin stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna Þátttakendur sitja fyrirlestra, og námskeið, hjá aðilum sem starfa á sviði kvikmyndagerðar, listrænnar stjórnunar, nýsköpunar, menningarstjórnunar eða fyrirtækjareksturs. Námskeiðið verður á Íslandi dagana 26. – 30. maí og svo ferðast hinir íslensku þátttakendur til Litháen, kynnast þar litháísku kvikmyndagerðarfólki og taka þátt í fleiri málstofum. Sá hluti námskeiðisins verður dagana 19.- 25. júlí.„Litháen hafði samband við okkur og fannst spennandi að koma og vinna með RIFF,“ segir Hallfríður. „Þetta vinnur mjög vel saman, okkur finnst litháísk kvikmyndagerð mjög spennandi og það verður áhugavert að kynnast þeirra kvikmyndabransa.“ Fimm ungir kvikmyndagerðarmenn frá Íslandi komast á námskeiðið og þátttökugjald er 200 evrur sem jafngildir tæpum þrjátíu þúsund í íslenskum krónum. Innifalið í þátttökugjaldi er flug, gisting, fæði og námskeiðið sjálft. Eina skilyrðið fyrir skráningu er að vera á aldrinum 18-30 ára og að hafa gert stuttmynd eða að vera í ferlinu að búa til stuttmynd. „Áherslan er lögð á stuttmyndina sem slíka, það er yfirleitt stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna yfir í að gera kvikmynd í fullri lengd.“ Skráningarfrestur rennur út 1. maí næstkomandi. „Fólk þarf því að hafa hraðann á til þess að reyna að tryggja sér sæti á þessu spennandi námskeiði,“ segir Hallfríður kímin að lokum. Hér eru frekari upplýsingar um námskeiðið. RIFF Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
„Það er ekki samasem merki á milli þess að vera góður listamaður og að geta komið hugmynd sinni á framfæri,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri RIFF, en hún vinnur nú að því að skipuleggja hagnýtt námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn í samstarfi við litháenska kvikmyndahátíð. Námskeiðið verður haldið bæði hér á landi og í Litháen. „Námskeiðið leggur áherslu á nýsköpun og framleiðslu. Það á að veita ungu kvikmyndafólki innblástur og lærdóm í hagnýtum atriðum, eins og hvernig er sniðugt að selja hugmyndina sína eða hvernig er best að stýra fyrirtæki,“ útskýrir Hallfríður Þóra. „Þetta er gríðarlega hagnýtt og svarar spurningunni „hvernig á ég að láta drauminn minn verða að veruleika?“. Við erum að gefa þessu unga kvikmyndagerðafólki tækifæri til að efla sig í þáttum sem er ekki endilega lögð áhersla á að kenna í kvikmyndaskólum. Færa þeim tólin sem gefur þeim færi á að taka virkan þátt í þeirri hörðu samkeppni sem einkennir kvikmyndabransann.“Stuttmyndin stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna Þátttakendur sitja fyrirlestra, og námskeið, hjá aðilum sem starfa á sviði kvikmyndagerðar, listrænnar stjórnunar, nýsköpunar, menningarstjórnunar eða fyrirtækjareksturs. Námskeiðið verður á Íslandi dagana 26. – 30. maí og svo ferðast hinir íslensku þátttakendur til Litháen, kynnast þar litháísku kvikmyndagerðarfólki og taka þátt í fleiri málstofum. Sá hluti námskeiðisins verður dagana 19.- 25. júlí.„Litháen hafði samband við okkur og fannst spennandi að koma og vinna með RIFF,“ segir Hallfríður. „Þetta vinnur mjög vel saman, okkur finnst litháísk kvikmyndagerð mjög spennandi og það verður áhugavert að kynnast þeirra kvikmyndabransa.“ Fimm ungir kvikmyndagerðarmenn frá Íslandi komast á námskeiðið og þátttökugjald er 200 evrur sem jafngildir tæpum þrjátíu þúsund í íslenskum krónum. Innifalið í þátttökugjaldi er flug, gisting, fæði og námskeiðið sjálft. Eina skilyrðið fyrir skráningu er að vera á aldrinum 18-30 ára og að hafa gert stuttmynd eða að vera í ferlinu að búa til stuttmynd. „Áherslan er lögð á stuttmyndina sem slíka, það er yfirleitt stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna yfir í að gera kvikmynd í fullri lengd.“ Skráningarfrestur rennur út 1. maí næstkomandi. „Fólk þarf því að hafa hraðann á til þess að reyna að tryggja sér sæti á þessu spennandi námskeiði,“ segir Hallfríður kímin að lokum. Hér eru frekari upplýsingar um námskeiðið.
RIFF Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira