RIFF í samstarf við Litháen: Leita að fimm ungum kvikmyndagerðarmönnum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. apríl 2015 10:49 Hallfríður Þóra er yfir verkefninu fyrir Íslands hönd. Á myndinni má sjá staðinn sem kvikmyndagerðarmennirnir ungu koma til með að heimsækja. Mynd/AlexBergmann/RIFF „Það er ekki samasem merki á milli þess að vera góður listamaður og að geta komið hugmynd sinni á framfæri,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri RIFF, en hún vinnur nú að því að skipuleggja hagnýtt námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn í samstarfi við litháenska kvikmyndahátíð. Námskeiðið verður haldið bæði hér á landi og í Litháen. „Námskeiðið leggur áherslu á nýsköpun og framleiðslu. Það á að veita ungu kvikmyndafólki innblástur og lærdóm í hagnýtum atriðum, eins og hvernig er sniðugt að selja hugmyndina sína eða hvernig er best að stýra fyrirtæki,“ útskýrir Hallfríður Þóra. „Þetta er gríðarlega hagnýtt og svarar spurningunni „hvernig á ég að láta drauminn minn verða að veruleika?“. Við erum að gefa þessu unga kvikmyndagerðafólki tækifæri til að efla sig í þáttum sem er ekki endilega lögð áhersla á að kenna í kvikmyndaskólum. Færa þeim tólin sem gefur þeim færi á að taka virkan þátt í þeirri hörðu samkeppni sem einkennir kvikmyndabransann.“Stuttmyndin stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna Þátttakendur sitja fyrirlestra, og námskeið, hjá aðilum sem starfa á sviði kvikmyndagerðar, listrænnar stjórnunar, nýsköpunar, menningarstjórnunar eða fyrirtækjareksturs. Námskeiðið verður á Íslandi dagana 26. – 30. maí og svo ferðast hinir íslensku þátttakendur til Litháen, kynnast þar litháísku kvikmyndagerðarfólki og taka þátt í fleiri málstofum. Sá hluti námskeiðisins verður dagana 19.- 25. júlí.„Litháen hafði samband við okkur og fannst spennandi að koma og vinna með RIFF,“ segir Hallfríður. „Þetta vinnur mjög vel saman, okkur finnst litháísk kvikmyndagerð mjög spennandi og það verður áhugavert að kynnast þeirra kvikmyndabransa.“ Fimm ungir kvikmyndagerðarmenn frá Íslandi komast á námskeiðið og þátttökugjald er 200 evrur sem jafngildir tæpum þrjátíu þúsund í íslenskum krónum. Innifalið í þátttökugjaldi er flug, gisting, fæði og námskeiðið sjálft. Eina skilyrðið fyrir skráningu er að vera á aldrinum 18-30 ára og að hafa gert stuttmynd eða að vera í ferlinu að búa til stuttmynd. „Áherslan er lögð á stuttmyndina sem slíka, það er yfirleitt stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna yfir í að gera kvikmynd í fullri lengd.“ Skráningarfrestur rennur út 1. maí næstkomandi. „Fólk þarf því að hafa hraðann á til þess að reyna að tryggja sér sæti á þessu spennandi námskeiði,“ segir Hallfríður kímin að lokum. Hér eru frekari upplýsingar um námskeiðið. RIFF Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
„Það er ekki samasem merki á milli þess að vera góður listamaður og að geta komið hugmynd sinni á framfæri,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri RIFF, en hún vinnur nú að því að skipuleggja hagnýtt námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn í samstarfi við litháenska kvikmyndahátíð. Námskeiðið verður haldið bæði hér á landi og í Litháen. „Námskeiðið leggur áherslu á nýsköpun og framleiðslu. Það á að veita ungu kvikmyndafólki innblástur og lærdóm í hagnýtum atriðum, eins og hvernig er sniðugt að selja hugmyndina sína eða hvernig er best að stýra fyrirtæki,“ útskýrir Hallfríður Þóra. „Þetta er gríðarlega hagnýtt og svarar spurningunni „hvernig á ég að láta drauminn minn verða að veruleika?“. Við erum að gefa þessu unga kvikmyndagerðafólki tækifæri til að efla sig í þáttum sem er ekki endilega lögð áhersla á að kenna í kvikmyndaskólum. Færa þeim tólin sem gefur þeim færi á að taka virkan þátt í þeirri hörðu samkeppni sem einkennir kvikmyndabransann.“Stuttmyndin stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna Þátttakendur sitja fyrirlestra, og námskeið, hjá aðilum sem starfa á sviði kvikmyndagerðar, listrænnar stjórnunar, nýsköpunar, menningarstjórnunar eða fyrirtækjareksturs. Námskeiðið verður á Íslandi dagana 26. – 30. maí og svo ferðast hinir íslensku þátttakendur til Litháen, kynnast þar litháísku kvikmyndagerðarfólki og taka þátt í fleiri málstofum. Sá hluti námskeiðisins verður dagana 19.- 25. júlí.„Litháen hafði samband við okkur og fannst spennandi að koma og vinna með RIFF,“ segir Hallfríður. „Þetta vinnur mjög vel saman, okkur finnst litháísk kvikmyndagerð mjög spennandi og það verður áhugavert að kynnast þeirra kvikmyndabransa.“ Fimm ungir kvikmyndagerðarmenn frá Íslandi komast á námskeiðið og þátttökugjald er 200 evrur sem jafngildir tæpum þrjátíu þúsund í íslenskum krónum. Innifalið í þátttökugjaldi er flug, gisting, fæði og námskeiðið sjálft. Eina skilyrðið fyrir skráningu er að vera á aldrinum 18-30 ára og að hafa gert stuttmynd eða að vera í ferlinu að búa til stuttmynd. „Áherslan er lögð á stuttmyndina sem slíka, það er yfirleitt stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna yfir í að gera kvikmynd í fullri lengd.“ Skráningarfrestur rennur út 1. maí næstkomandi. „Fólk þarf því að hafa hraðann á til þess að reyna að tryggja sér sæti á þessu spennandi námskeiði,“ segir Hallfríður kímin að lokum. Hér eru frekari upplýsingar um námskeiðið.
RIFF Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira