Innlent

Framkvæmdastjóri Orku segir félagið í eigu íslenskra aðila

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Illugi sagði á Alþingi að félagið væri ekki í eigu íslenskra aðila heldur aðila búsetta erlendis.
Illugi sagði á Alþingi að félagið væri ekki í eigu íslenskra aðila heldur aðila búsetta erlendis. Vísir/GVA
Framkvæmdastjóri Orku Energy í Singapore segir að félagið sé í eigu bæði íslenskra og erlendra aðila. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur hins vegar sagt að engir innlendir aðilar eigi í fyrirtækinu.

Þetta skrifar framkvæmdastjórinn, Eiríkur Bragason, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni er ekki fjallað um viðskipti Illuga við stjórnarformann fyrirtækisins en farið er stuttlega yfir starfsemi félagsins.

Sjá einnig: Illugi seldi eigin félagi íbúðina




Í umræðum um tengsl sín við Orku Energy á Alþingi 13. apríl síðastliðinn sagði hann: „Það er enginn íslenskur aðili sem á þessi fyrirtæki, þetta eru allt aðilar sem eru annaðhvort búsettir erlendis eða eru erlendir aðilar, reyndar á þessum tíma er þetta í meirihlutaeign erlendra aðila.“



Á mánudag spurði fréttastofa út í þessi ummæli Illuga en það eina svar fékkst að Haukur Harðarson, stjórnarformaður og einn eigenda fyrirtækisins, væri búsettur erlendis. Samkvæmt upplýsingum úr þjóðskrá er hann búsettur í Víetnam.



Tengdar fréttir

Illugi seldi eigin félagi íbúðina

Átti OG Capital þegar hann segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Félagið var svo selt stjórnarformanni Orku Energy um í lok árs 2013.

Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy

Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×