Lífið

Glæsilegt myndband af tilþrifunum á AK Extreme

Samúel Karl Ólason skrifar
Snjóbretta- og Tónlistarhátíðin AK Extreme fór fram á Akureyri um helgina. Þar var keppt í stökkum á snjóbrettum, skíðum og snjósleðum. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá helstu tilþrif keppninnar og hvernig stemningin var.

Vegna veðurs þurfti hins vegar að fresta stökkkeppnunum frá laugardegi á sunnudag, allt gekk þó vel fyrir sig. Veðrið lék við keppendur og áhorfendur.

Sleðakóngur AK Extreme 2015 var Bjarki Sigurðsson. Í skíðunum sigraði Jonni

Eiríkur Helgason sigraði á snjóbrettunum, en en hann vann einnig kínverska downhill keppni og Burn Jib keppnina einnig og var því þrefaldur sigurvegari á AK Extreme 2015.

Axel Darri Þórhallsson tók myndbandið að neðan.

Hér má horfa á útsendingu N4 í heild sinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×