Ætla að gera allt til að bjarga Eurovision Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. apríl 2015 11:54 Hera segir ekki búið að finna plan B til að tryggja þátttöku Maríu Ólafs og félaga í Vín. Vísir/Stefán/Andri Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eurovision hjá RÚV, segist ekki óttast að Ísland verði dæmt úr leik í keppninni í ár vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Bandalag háskólamanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þeim möguleika var velt upp en það hefur verið starfsmaður sýslumanns sem staðfestir niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar.Sjá einnig: Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Ekki er búið að finna neitt plan B til að tryggja þátttöku Íslands en unnið er að því. „Ég veit að það getur komið til þess, ef menn eru ennþá í verkfalli þegar þetta er, þá verðum við að leita annara leiða. Ég veit það eru aðrir möguleikar en hverjir þeir eru, ég veit það ekki,“ segir Hera aðspurð um málið. „Við erum ekki komin með plan B ennþá. Við vonumst náttúrulega að þetta verkfall leysist.“ „Við þurfum náttúrulega að leita leiða og við þurfum að kanna hverjir aðrir mega vera vottar til að staðfesta að allt fari rétt fram. Við eigum bara eftir að kanna hvort það eru einhverjir aðrir sem geta sinnt þessu starfi,“ segir hún. Er íslenska teymið búið að vera í sambandi við skipuleggjendur keppninannar í Vínarborg? „Ekki enn. Við förum að gera það bráðlega.“ Tilkynna þarf um hver verður vottur dómnefndar fyrir lok mánaðarins. „Þetta er að renna út á tíma en að sjálfsögðu verður alltaf reynt að taka tillit til svona mála og það verður alveg örugglega fundin einhver lausn.“Sjá einnig: Hlustaðu á Maríu Ólafs syngja Euphoria Hera segist ekki óttast að Ísland verði ekki með í ár. „Nei ég er nú ekki komin svo langt að hafa áhyggjur af því en svo veit maður náttúrulega aldrei. Að sjálfsögðu munum við leita allra leiða til að það komi ekki til,“ segir Hera. Að öðru leyti segir hún undirbúninginn ganga vel. „Þetta verður prógram frá morgni til kvölds alla daga,“ segir hún. „Það er margt fólk sem þarf að ferja þarna út og koma fyrir en við erum bara ægilega spennt.“ Eurovision Tengdar fréttir Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Verkfall hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtæk áhrif. 14. apríl 2015 11:05 Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eurovision hjá RÚV, segist ekki óttast að Ísland verði dæmt úr leik í keppninni í ár vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Bandalag háskólamanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þeim möguleika var velt upp en það hefur verið starfsmaður sýslumanns sem staðfestir niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar.Sjá einnig: Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Ekki er búið að finna neitt plan B til að tryggja þátttöku Íslands en unnið er að því. „Ég veit að það getur komið til þess, ef menn eru ennþá í verkfalli þegar þetta er, þá verðum við að leita annara leiða. Ég veit það eru aðrir möguleikar en hverjir þeir eru, ég veit það ekki,“ segir Hera aðspurð um málið. „Við erum ekki komin með plan B ennþá. Við vonumst náttúrulega að þetta verkfall leysist.“ „Við þurfum náttúrulega að leita leiða og við þurfum að kanna hverjir aðrir mega vera vottar til að staðfesta að allt fari rétt fram. Við eigum bara eftir að kanna hvort það eru einhverjir aðrir sem geta sinnt þessu starfi,“ segir hún. Er íslenska teymið búið að vera í sambandi við skipuleggjendur keppninannar í Vínarborg? „Ekki enn. Við förum að gera það bráðlega.“ Tilkynna þarf um hver verður vottur dómnefndar fyrir lok mánaðarins. „Þetta er að renna út á tíma en að sjálfsögðu verður alltaf reynt að taka tillit til svona mála og það verður alveg örugglega fundin einhver lausn.“Sjá einnig: Hlustaðu á Maríu Ólafs syngja Euphoria Hera segist ekki óttast að Ísland verði ekki með í ár. „Nei ég er nú ekki komin svo langt að hafa áhyggjur af því en svo veit maður náttúrulega aldrei. Að sjálfsögðu munum við leita allra leiða til að það komi ekki til,“ segir Hera. Að öðru leyti segir hún undirbúninginn ganga vel. „Þetta verður prógram frá morgni til kvölds alla daga,“ segir hún. „Það er margt fólk sem þarf að ferja þarna út og koma fyrir en við erum bara ægilega spennt.“
Eurovision Tengdar fréttir Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Verkfall hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtæk áhrif. 14. apríl 2015 11:05 Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Verkfall hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtæk áhrif. 14. apríl 2015 11:05