Starfsmenn hjá RÚV boða aftur til verkfalls Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2015 17:19 Stjórnendur RÚV segja viðræður aftur vera komnar á byrjunarreit. Vísir/Ernir Starfsmenn RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa á ný boðað til verkfalls. Verkfallið mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. Í tilkynningu frá RÚV segir að fyrir rúmri viku hafi legið fyrir samkomulag um lykilatriði nýs fyrirtækjasamnings en á lokametrunum hafi samninganefnd RSÍ sett fram nýjar kröfur sem væru þess eðlis að RÚV taldi óábyrgt að ganga að þeim. „Ríkisútvarpið vill að sjálfsögðu tryggja starfsmönnum RÚV sanngjörn kjör en sú viðleitni verður að vera í einhverju samhengi við þá samninga sem gerðir eru á almennum markaði og mega ekki stofna rekstri RÚV í óvissu til framtíðar. Í kjölfarið sleit samninganefnd RSÍ viðræðunum og sló þar með út af borðinu þær umbætur sem samkomulag lá þó fyrir um. Í viðræðunum hafði RÚV samþykkt tillögur RSÍ um nýja launatöflu með starfsaldurshækkunum og skilgreiningu á störfum tæknimanna sem hefði leitt til umtalsverðrar kjarabótar, m.a. með nokkurri hækkun launa. Með því taldi RÚV sig vera að mæta breyttu tækniumhverfi og viðurkenna breytingar á starfssviði tæknimanna. Auk leiðréttinga á launaflokkum nú hefðu starfsmenn RSÍ sem starfa hjá RÚV fengið þær almennu hækkanir sem mögulega semst um í nýjum almennum kjarasamningum RSÍ og Samtaka atvinnulífsins. Þetta tilboð RÚV rann út á hádegi í dag, þann 7. apríl. Ný krafa RSÍ þýddi að til viðbótar við það sem aðilar voru orðnir sammála hefðu mögulega komið til tvöföld launaflokkahækkun, annars vegar í gegnum fyrirtækjasamning og að auki í gegnum almennan kjarasamning RSÍ og SA. Það eru stjórnendum RÚV mikil vonbrigði að tilboði um fyrirtækjasamning sem tók á lykilkröfum starfsmanna RÚV hafi verið hafnað og að viðræður séu því komnar á upphafsreit hjá Ríkissáttasemjara. RÚV mun halda áfram að gera allt sem mögulegt er til að ljúka samningum og koma í veg fyrir að af verkfalli verði. Ljóst er að verkfallsaðgerðir RSÍ myndu hafa veruleg áhrif á þjónustu RÚV sem þorri þjóðarinnar nýtir sér daglega. Aðrir starfsmenn og stjórnendur RÚV munu leggja sig fram um að tryggja sem minnsta röskun á dagskrá og fréttastofan mun að sjálfsögðu standa vaktina, allan sólarhringinn sem endranær,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Starfsmenn RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa á ný boðað til verkfalls. Verkfallið mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. Í tilkynningu frá RÚV segir að fyrir rúmri viku hafi legið fyrir samkomulag um lykilatriði nýs fyrirtækjasamnings en á lokametrunum hafi samninganefnd RSÍ sett fram nýjar kröfur sem væru þess eðlis að RÚV taldi óábyrgt að ganga að þeim. „Ríkisútvarpið vill að sjálfsögðu tryggja starfsmönnum RÚV sanngjörn kjör en sú viðleitni verður að vera í einhverju samhengi við þá samninga sem gerðir eru á almennum markaði og mega ekki stofna rekstri RÚV í óvissu til framtíðar. Í kjölfarið sleit samninganefnd RSÍ viðræðunum og sló þar með út af borðinu þær umbætur sem samkomulag lá þó fyrir um. Í viðræðunum hafði RÚV samþykkt tillögur RSÍ um nýja launatöflu með starfsaldurshækkunum og skilgreiningu á störfum tæknimanna sem hefði leitt til umtalsverðrar kjarabótar, m.a. með nokkurri hækkun launa. Með því taldi RÚV sig vera að mæta breyttu tækniumhverfi og viðurkenna breytingar á starfssviði tæknimanna. Auk leiðréttinga á launaflokkum nú hefðu starfsmenn RSÍ sem starfa hjá RÚV fengið þær almennu hækkanir sem mögulega semst um í nýjum almennum kjarasamningum RSÍ og Samtaka atvinnulífsins. Þetta tilboð RÚV rann út á hádegi í dag, þann 7. apríl. Ný krafa RSÍ þýddi að til viðbótar við það sem aðilar voru orðnir sammála hefðu mögulega komið til tvöföld launaflokkahækkun, annars vegar í gegnum fyrirtækjasamning og að auki í gegnum almennan kjarasamning RSÍ og SA. Það eru stjórnendum RÚV mikil vonbrigði að tilboði um fyrirtækjasamning sem tók á lykilkröfum starfsmanna RÚV hafi verið hafnað og að viðræður séu því komnar á upphafsreit hjá Ríkissáttasemjara. RÚV mun halda áfram að gera allt sem mögulegt er til að ljúka samningum og koma í veg fyrir að af verkfalli verði. Ljóst er að verkfallsaðgerðir RSÍ myndu hafa veruleg áhrif á þjónustu RÚV sem þorri þjóðarinnar nýtir sér daglega. Aðrir starfsmenn og stjórnendur RÚV munu leggja sig fram um að tryggja sem minnsta röskun á dagskrá og fréttastofan mun að sjálfsögðu standa vaktina, allan sólarhringinn sem endranær,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09