Illugi Jökulsson í Facebook-útlegð Bjarki Ármannsson skrifar 21. mars 2015 18:30 Vísir/GVA Facebook-aðgangi Illuga Jökulssonar, sem telur einhverja fimm þúsund vini, var óvænt lokað í gærkvöldi. Illugi segist ekki vita hvers vegna lokað var fyrir aðgang hans en hann reiknar fastlega með því að hann fái að snúa aftur sem fyrst. „Þetta gerðist í gærkvöldi, ég var eitthvað að skrifast á við fólk um formannskjörið í Samfylkingunni og þá bara datt ég út,“ segir Illugi. „Svo ætlaði ég að stimpla mig inn aftur en þá var mér tilkynnt að aðganginum hefði verið lokað og að ég yrði bara að leggja fram einhverja kvörtun ef ég væri ekki sáttur með það.“ Illugi segist hafa sent umsjónarmönnum Facebook skilaboð, ásamt sönnun á því að hann sé í raun hann sjálfur, en ekki fengið aðgang að síðunni á ný. „Það segja mér sérfræðingar í Facebook að þetta stafi sjálfsagt af því að einhverjir hafi tekið sig saman og kvartað yfir mér,“ segir hann. „En ég vona að svo sé ekki, en þá veit ég ekkert af hverju það stafar.“ Illugi er alla jafna mjög virkur í þjóðfélagsumræðunni á Facebook-síðu sinni en hann segist ekki trúa því að til dæmis stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar, sem hann hefur gagnrýnt oftar en einu sinni, hafi verið að reyna að láta loka fyrir síðuna hans þess vegna. „Ég er ekkert í öngum mínum, en það er dálítið hallærislegt ef að það er virkilega svo að einhverjir séu að leggja sig niður við að skemma Facebook-aðganga fyrir öðru fólki,“ segir hann. „Þá er það svona um það bil eins lágt og hægt er að komast, finnst mér.“ Fólk notast mismikið við samskiptavefinn sívinsæla en Illugi segist ekkert eiga erfitt með að komast í gegnum næstu dagana án þess að notast við hann. „Það er bara hið besta mál,“ segir Illugi. „Ég er búinn að vera að rannsaka krókódíla og risaeðlur í allan dag, þannig að ég hef haft nóg að starfa.“ Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
Facebook-aðgangi Illuga Jökulssonar, sem telur einhverja fimm þúsund vini, var óvænt lokað í gærkvöldi. Illugi segist ekki vita hvers vegna lokað var fyrir aðgang hans en hann reiknar fastlega með því að hann fái að snúa aftur sem fyrst. „Þetta gerðist í gærkvöldi, ég var eitthvað að skrifast á við fólk um formannskjörið í Samfylkingunni og þá bara datt ég út,“ segir Illugi. „Svo ætlaði ég að stimpla mig inn aftur en þá var mér tilkynnt að aðganginum hefði verið lokað og að ég yrði bara að leggja fram einhverja kvörtun ef ég væri ekki sáttur með það.“ Illugi segist hafa sent umsjónarmönnum Facebook skilaboð, ásamt sönnun á því að hann sé í raun hann sjálfur, en ekki fengið aðgang að síðunni á ný. „Það segja mér sérfræðingar í Facebook að þetta stafi sjálfsagt af því að einhverjir hafi tekið sig saman og kvartað yfir mér,“ segir hann. „En ég vona að svo sé ekki, en þá veit ég ekkert af hverju það stafar.“ Illugi er alla jafna mjög virkur í þjóðfélagsumræðunni á Facebook-síðu sinni en hann segist ekki trúa því að til dæmis stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar, sem hann hefur gagnrýnt oftar en einu sinni, hafi verið að reyna að láta loka fyrir síðuna hans þess vegna. „Ég er ekkert í öngum mínum, en það er dálítið hallærislegt ef að það er virkilega svo að einhverjir séu að leggja sig niður við að skemma Facebook-aðganga fyrir öðru fólki,“ segir hann. „Þá er það svona um það bil eins lágt og hægt er að komast, finnst mér.“ Fólk notast mismikið við samskiptavefinn sívinsæla en Illugi segist ekkert eiga erfitt með að komast í gegnum næstu dagana án þess að notast við hann. „Það er bara hið besta mál,“ segir Illugi. „Ég er búinn að vera að rannsaka krókódíla og risaeðlur í allan dag, þannig að ég hef haft nóg að starfa.“
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira