Innlent

Vörubíll valt: Ökumaðurinn komst sjálfur úr bílnum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Veginum hefur verið lokað á meðan jarðvegur er hreinsaður burt.
Veginum hefur verið lokað á meðan jarðvegur er hreinsaður burt. Vísir/HAG
Vörubíll valt við gagnamót Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar um klukkan hálf fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu komst maðurinn sjálfur úr bílnum.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en talið er að meiðsli hans séu minniháttar.

Ekkert lak úr bílnum samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu en Mbl.is greinir frá því að vegurinn verði lokaður á meðan jarðvegur verður hreinsaður af götunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×