Sport

Mayweather og Pacquiao verða lyfjaprófaðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Floyd Mayweather og Manny Pacquiao.
Floyd Mayweather og Manny Pacquiao. Vísir/Getty
Það bíða margir spenntir eftir boxbardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquiao sem fer fram í maí í Las Vegas en hann hefur þegar fengið gælunafnið Bardagi aldarinnar. Nú er ljóst að boxararnir mæta "hreinir" til leiks.

Floyd Mayweather og Manny Pacquiao hafa nefnilega báðir samþykkt að gangast undir reglubundin lyfjapróf í aðdraganda bardagans líkt og venjan er hjá íþróttamönnum sem eru á leið á Ólympíuleika eða önnur alþjóðleg íþróttamót.

Bandaríska lyfjaeftirlitið tilkynnti þetta í dag og boxararnir tveir verða því að láta vita hvar þeir eru staddir á hverjum tíma svo að möguleiki sé að taka bæði blóð- og þvagsýni hjá þeim.

Manny Pacquiao er áttfaldur heimsmeistari og Floyd Mayweather er fimmfaldur heimsmeistari. Menn hafa verið að reyna að koma þessum bardaga á í sex ár og nú er þessi ofurbardagi orðinn að veruleika.

Floyd Mayweather er 38 ára og hefur unnið alla 47 bardaga sína en Manny Pacquiao er 36 ára og hefur unnið 57 af 64 bardögum sínum.

Box

Tengdar fréttir

Pacquiao syngur eigið inngöngulag

Það er greinilega ekki til það verk sem er Manny Pacquiao ofviða. Hann er einn besti hnefaleikamaður heims, er atvinnumaður í körfubolta, stjórnmálamaður og nú söngvari.

Veðjar 215 milljónum á sigur Mayweather

Bandaríski rapparinn 50 Cent er fullviss um að Floyd Mayweather muni vinna Manny Pacquiao í maí og mun veðja alvöru peningum á þennan bardaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×