Sport

Ef Mayweather tekur ekki áhættu þá tapar hann

Járnmaðurinn, Mike Tyson.
Járnmaðurinn, Mike Tyson. vísir/getty
Hnefaleikabardagi ársins fer fram þann 2. maí í Las Vegas er þeir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao mætast loksins í hringnum.

Pacquaio hefur skorað á Mayweather að skríða úr skelinni og láta almennilega til sín taka í hringnum. Mike Tyson segir að Mayweather hreinlega verði að gera það. Annars muni hann tapa.

„Frá upphafi hef ég haft trú á því að Manny muni vinna. Hann er hrein orka og ræðst á menn frá öllum hornum. Hann er alltaf að kýla og hættir aldrei," sagði Tyson.

„Floyd er mikið í varnarstöðu og velur höggin sín vandlega. Hann hittir líka oftast. Hann ræður þó ekki við 100 högg frá Manny í hverri lotu.

„Það er ólíklegt að Floyd geti rotað Manny og hann verður því að taka áhættu ef hann ætlar að eiga möguleika á því að vinna. Hann mun aldrei vinna fleiri lotur með sínum stíl."

Box

Tengdar fréttir

Pacquiao syngur eigið inngöngulag

Það er greinilega ekki til það verk sem er Manny Pacquiao ofviða. Hann er einn besti hnefaleikamaður heims, er atvinnumaður í körfubolta, stjórnmálamaður og nú söngvari.

Veðjar 215 milljónum á sigur Mayweather

Bandaríski rapparinn 50 Cent er fullviss um að Floyd Mayweather muni vinna Manny Pacquiao í maí og mun veðja alvöru peningum á þennan bardaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×