Sport

Pacquiao syngur eigið inngöngulag

Það er greinilega ekki til það verk sem er Manny Pacquiao ofviða. Hann er einn besti hnefaleikamaður heims, er atvinnumaður í körfubolta, stjórnmálamaður og nú söngvari.

Kappinn gerði sér lítið fyrir og skellti sér í stúdíó á dögunum til þess að syngja lag. Það er lagið sem verður spilað undir inngöngu hans í hringinn er hann berst við Floyd Mayweather í byrjun maí.

Lagið heitir „Ég mun berjast fyrir Filipseyjar" og að sjálfsögðu verður gert myndband við lagið.

Það er létt Eurovision-stemning yfir þessu lagi sem má heyra hér að ofan.

Box

Tengdar fréttir

Veðjar 215 milljónum á sigur Mayweather

Bandaríski rapparinn 50 Cent er fullviss um að Floyd Mayweather muni vinna Manny Pacquiao í maí og mun veðja alvöru peningum á þennan bardaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×