Fótbolti

Aron: Væri magnað að spila hér aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron í leik með AZ Alkmaar.
Aron í leik með AZ Alkmaar. Vísir/Getty
Aron Jóhannsson, leikmaður bandaríska landsliðsins, er spenntur fyrir því að mæta á sinn gamla heimavöll í Árósum í þar sem heimamenn í Danmörku taka á móti bandaríska liðinu í vináttulandsleik.

Aron var valinn í lið Bandaríkjanna í fyrsta sinn síðan á HM síðastliðið sumar en hann hefur verið að glíma við meiðsli síðan þá.

Aron hóf atvinnumannaferilinn hjá AGF í Árósum en félagið fékk hann frá 1. deildarfélagi Fjölnis á sínum tíma.

„Það væri magnað,“ sagði Aron við fréttavef ESPN um tilhugsunina að spila á sínum gamla heimavelli, NRGi Park. „Ég skoraði nokkur mörk hér og vonandi mun næsta markið mitt koma í þessum leik,“ bætti hann við.

Aron sagði að tímabilið til þessa hafi verið erfitt vegna meiðslanna en að han nsé alllur að koma til. „Ég er að verða tilbúinn og nálgast mitt gamla form. Ég hef spilað nokkra leiki núna og leikformið er að batna.“

Svo gæti farið að Aron fái sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Bandaríkjanna síðan 2013 þar sem að Clint Dempsey mun ekki spila í leiknum í kvöld vegna meiðsla.

„Möguleikar Arons á að spila eru góðir,“ sagði Klinsmann við bandaríska fjölmiðla. „Hann er enn ungur og hefur heilmikið svigrúm til að vaxa og dafna. Kannski að morgundagurinn verði eitt lítið skref í viðbót á hans ferli.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×