Fótbolti

Aron valinn aftur í bandaríska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Jóhannsson fagnar marki í leik með bandaríska landsliðinu.
Aron Jóhannsson fagnar marki í leik með bandaríska landsliðinu. Vísir/Getty
Aron Jóhannsson hefur verið valinn í bandaríska landsliðið í fyrsta sinn síðan á HM í Brasilíu í sumar en hann er nýkominn aftur af stað eftir meiðsli.

Bandaríkin á vináttulandsleiki fram undan gegn Danmörku og Sviss en leikurinn gegn Dönum fer fram á heimavelli AGF í Árósum, þar sem Aron sló fyrst í gegn sem atvinnumaður.

Leikurinn gegn Danmörku fer fram á miðvikudag en Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, tilkynnti leikmannahóp sinn í gær. Aron var í byrjunarliði AZ sem vann Cambuur, 2-1, í hollensku úrvalsdeildinni um helgina.

Hann valdi marga leikmenn sem spila í Evrópu og Mexíkó þar sem að keppnistímabilið í MLS-deildinni í Bandaríkjunum er nýhafið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×