Lífið

Gísli Pálmi með plötu á döfinni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gísli Pálmi mun gefa út plötu á næstunni.
Gísli Pálmi mun gefa út plötu á næstunni.
Plata er á leiðinni frá rapparanum Gísla Pálma. Á plötunni verða nánast eingöngu ný lög sem ekki hafa heyrst áður, en Gísli hefur verið duglegur að gefa út lög og myndbönd á sama tíma. Gísli vann plötuna sumarið 2014 og sagði frá því í viðtali við tímaritið Ske.

„Já, þá tek ég bara lock down. Ég fann húsnæði, lokaði mig þar inni með tveimur félögum mínum og við unnum alla plötuna á tveimur mánuðum. Þannig að þetta eru allt glæný lög. Þetta verður eitraðasta dóp sem hefur lent á götum Reykjavíkur."

Frá því að Gísli Pálmi gaf út lagið Set mig í gang í júní 2011 hefur hann notið gríðarlegra vinsælda í rappheiminum. Gísli hefur gefið út fjölda af lögum og myndböndum síðan og hefur verið horft á myndböndin hans í yfir 700 þúsund skipta í gegnum Youtube. 

Gísli tjáir sig um plötuna sem er á döfinni við Ske. Hann segir að líklega muni einhverjir muni rýna sérstaklega í textana hans. „Það má búast við því að einhverjir hneykslist. Er það ekki venjan? En það verður bara að taka því eins og það er. Eða ekki."

Hér að neðan má sjá nýjasta myndband Gísla Pálma, við lagið Ískaldur.

Farið er yfir feril Gísla Pálma á vef Ske.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×