Sport

Sjö vopnaðir öryggisverðir gæta Pacquiao

Manny Pacquiao.
Manny Pacquiao. vísir/getty
Hnefaleikapparnir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao æfa nú af kappi fyrir bardaga þeirra sem fer fram í maí.

Pacquiao æfir undir handleiðslu Freddie Roach í æfingasal sem Roach rekur. Það er venjulega opið fyrir aðra á meðan Pacquiao æfir.

Til þess að Pacquiao geti verið rólegur þá hefur Roach ráðið sjö öryggisverði til þess að hafa auga með kappanum. Roach vildi að þeir væru með skotvopn svo borin væri virðing fyrir þeim. Menn taka engar áhyggjur þegar stærsti bardagi ferilsins er fram undan.

Roach er þegar byrjaður að rífa kjaft og senda Mayweather-feðgunum pillur. Faðir Mayweather sér um að þjálfa soninn.

„Það eru svolítil vonbrigði að þurfa að mæta Mayweather eldri. Hann er ekki mjög góður þjálfari. Sérstaklega í horninu í sjálfum bardaganum. Það er okkur í hag að hann sé þar," sagði Roach ákveðinn en hann átti líka sneiðar fyrir soninn.

„Floyd er svo mikill dóni. Á meðan Manny er hin fullkomna fyrirmynd þá er hann það ekki. Ég sagði við Manny að við yrðum að vinna fyrir allan heiminn. Það bara kemur ekki til greina að tapa þessum bardaga. Lappirnar á Floyd eru ekki eins góðar og áður. Hann er klókur en þetta er það stór bardagi að hann þarf að taka meiri áhættu en áður. Manny verður að sinna samfélagsþjónustu er hann vinnur Floyd."

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×