Innlent

Ætla að reyna að koma ferðamönnum niður af Vatnajökli

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Vatnajökli.
Frá Vatnajökli. Vísir/Vilhelm
Björgunarfélag Hornafjarðar er nú á leið inn á Vatnajökul til að sækja erlendan ferðamann sem óskaði aðstoðar í dag. Hann er á ferð með tveimur félögum sínum en treystir sér ekki til að halda ferðalaginu áfram.

Veðurspáin fyrir svæðið er mjög slæm og fer veður að versna upp úr klukkan átta í kvöld. Félagar mannsins hyggjast halda ferðinni áfram en björgunarsveitarmenn ætla að gera þeim grein fyrir útlitinu og reyna að fá þá til að koma niður af jöklinum.

Vélsleðamenn Björgunarfélagsins á Höfn er komnir um fimmtán kílómetra inn á jökulinn og ættu að vera komnir að mönnunum um sexleytið, að því er kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Uppfært klukkan 19.30: Vélsleðamenn hafa sótt manninn og eru þeir á leið með hann til byggða. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn sé eitthvað slasaður. Ferðafélagar hans voru upplýstir um útlit og aðstæður en ákváðu að halda ferð sinni áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×