Snakkið vonandi klárt fyrir Eurovision Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. mars 2015 19:00 Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler ventu kvæði sínu í kross og gerðust bændur fyrir ári síðan. „Við stefnum á að vera tilbúin með eitthvað snakk fyrir Eurovision í maí, það er svona hið eina sanna snakk-seasion,“ segir tónlistarmaðurinn, bóndinn og bulsugerðarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Svavar og eiginkona hans, Berglind Häsler, stefna á að hefja framleiðslu á íslensku sveitasnakki úr gulrófum þegar verksmiðjan þeirra er tilbúin en þau eru að breyta gömlu fjósi í verksmiðju og eldhús til framleiðslunnar. Þau tóku við bænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi og hafa unnið að því að breyta fjósi í snakkverksmiðju. Þau brugðu því á það ráð að hefja hópfjármögnun á Karolina Fund, líkt og þau gerðu til að fjármagna framleiðslu á Bulsum sem nú fást víða.Fjósinu er nú umbreitt í snakkverksmiðju.Mynd/Svavar Pétur„Ég var pínu stressaður um að þetta myndi allt fara til fjandans en svo sýnist mér fólk vera taka við sér og mér sýnist að þetta muni merjast,“ segir Svavar Pétur. Nú þegar hafa um fimmtíu öðlingar lagt í púkkið og er upphæðin komin upp í rúmar tvö þúsund evrur. Markmiðið er að safna 10 þúsund evrum. En það ber þó að taka það fram að þetta er ekki söfnun heldur fær fólk ýmislegt fyrir peninginn. Allt frá því að fá nafn sitt ritað á þakkartöflu í snakkverksmiðjunni upp í gistingu, tónleika með Prins Póló og Bulsuveislu, allt eftir því hversu háa uppæð fólk leggur til. Hann segir framkvæmdirnar ganga vel og er bjartsýnn á framhaldið. „Þetta gengur þrusu vel, það voru menn að setja niður nýja spennustöð til að geta keyrt snakkofninn og svo var verið að setja upp vaska.“ Markmiðið er að verkið verði klárt fyrir vorið. Þá á snakkverksmiðjan að vera komin á laggirnar, og á markað komið fyrsta flokks heilsusamlegt sveitasnakk úr gulrófum, undir merki Havarí. Tengdar fréttir Safna fyrir snakkverksmiðju á Karolina Fund Bulsugerðarmennirnir Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler ætla að setja á laggirnar snakkverksmiðju á sveitabænum sínum Karlsstöðum á Austfjörðum. 25. febrúar 2015 21:43 Íslenskt sveitasnakk í framleiðslu fljótlega Svavar Pétur ætlar að gera Berufjörð að miklu menningarmusteri. Fyrsta skrefið er framleiðsla á íslensku sveitasnakki. Gistiheimili og hljóðver næst á dagskrá. 10. janúar 2015 08:30 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
„Við stefnum á að vera tilbúin með eitthvað snakk fyrir Eurovision í maí, það er svona hið eina sanna snakk-seasion,“ segir tónlistarmaðurinn, bóndinn og bulsugerðarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Svavar og eiginkona hans, Berglind Häsler, stefna á að hefja framleiðslu á íslensku sveitasnakki úr gulrófum þegar verksmiðjan þeirra er tilbúin en þau eru að breyta gömlu fjósi í verksmiðju og eldhús til framleiðslunnar. Þau tóku við bænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi og hafa unnið að því að breyta fjósi í snakkverksmiðju. Þau brugðu því á það ráð að hefja hópfjármögnun á Karolina Fund, líkt og þau gerðu til að fjármagna framleiðslu á Bulsum sem nú fást víða.Fjósinu er nú umbreitt í snakkverksmiðju.Mynd/Svavar Pétur„Ég var pínu stressaður um að þetta myndi allt fara til fjandans en svo sýnist mér fólk vera taka við sér og mér sýnist að þetta muni merjast,“ segir Svavar Pétur. Nú þegar hafa um fimmtíu öðlingar lagt í púkkið og er upphæðin komin upp í rúmar tvö þúsund evrur. Markmiðið er að safna 10 þúsund evrum. En það ber þó að taka það fram að þetta er ekki söfnun heldur fær fólk ýmislegt fyrir peninginn. Allt frá því að fá nafn sitt ritað á þakkartöflu í snakkverksmiðjunni upp í gistingu, tónleika með Prins Póló og Bulsuveislu, allt eftir því hversu háa uppæð fólk leggur til. Hann segir framkvæmdirnar ganga vel og er bjartsýnn á framhaldið. „Þetta gengur þrusu vel, það voru menn að setja niður nýja spennustöð til að geta keyrt snakkofninn og svo var verið að setja upp vaska.“ Markmiðið er að verkið verði klárt fyrir vorið. Þá á snakkverksmiðjan að vera komin á laggirnar, og á markað komið fyrsta flokks heilsusamlegt sveitasnakk úr gulrófum, undir merki Havarí.
Tengdar fréttir Safna fyrir snakkverksmiðju á Karolina Fund Bulsugerðarmennirnir Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler ætla að setja á laggirnar snakkverksmiðju á sveitabænum sínum Karlsstöðum á Austfjörðum. 25. febrúar 2015 21:43 Íslenskt sveitasnakk í framleiðslu fljótlega Svavar Pétur ætlar að gera Berufjörð að miklu menningarmusteri. Fyrsta skrefið er framleiðsla á íslensku sveitasnakki. Gistiheimili og hljóðver næst á dagskrá. 10. janúar 2015 08:30 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Safna fyrir snakkverksmiðju á Karolina Fund Bulsugerðarmennirnir Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler ætla að setja á laggirnar snakkverksmiðju á sveitabænum sínum Karlsstöðum á Austfjörðum. 25. febrúar 2015 21:43
Íslenskt sveitasnakk í framleiðslu fljótlega Svavar Pétur ætlar að gera Berufjörð að miklu menningarmusteri. Fyrsta skrefið er framleiðsla á íslensku sveitasnakki. Gistiheimili og hljóðver næst á dagskrá. 10. janúar 2015 08:30