Sport

Aníta með næstbesta tímann í undanrásum og undanúrslitum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aníta í undanúrslitunum.
Aníta í undanúrslitunum. Vísir/Getty
Aníta Hinriksdóttir náði næstbesta tímanum í undanrásunum og undanúrslitunum í 800 metra hlaupi á EM innanhúss í Prag. Hún lenti svo í fimmta sæti í úrslitunum í dag.

Yekaterina Poistogova náði besta tímanum í undanrásunum þegar hún hljóp á 2:01,44. Aníta kom tólf sekúndubrotum á eftir henni í mark. Þær voru saman í riðli.

Í undanúrslitunum átti Aníta einnig næstbesta tímann, en þá var Selina Büchel hlutskörpust á tímanum 2:01,02. Aníta hljóp á 2:02,31. Þær voru einnig saman í riðli.

Þetta var fyrstu úrslitin sem Aníta hleypur í fullorðnisflokki og var því árangurinn virkilega góður hjá henni í sínum fyrstu úrslitum.

Síðar í dag birtist viðtal við Gunnar Pál Jóakimsson, þjálfara Anítu, en Vísir náði tali af honum rétt eftir hlaupið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×