Lífið

Trúarlega grínmyndin Saving Christmas sú allra versta

Bjarki Ármannsson skrifar
Stórleikkonurnar Cameron Diaz og Megan Fox voru báðar hlutskarpastar í sínum flokki.
Stórleikkonurnar Cameron Diaz og Megan Fox voru báðar hlutskarpastar í sínum flokki. Vísir/Wire/Getty
Trúarlega grínmyndin Saving Christmas tók heim flest verðlaun á Razzie-verðlaunahátíðinni í gær. Hátíðin snýst um að „verðlauna“ það versta í kvikmyndagerð síðustu tólf mánaða og fer fram sömu helgi og Óskarsverðlaunin ár hvert.

Saving Christmas hlaut fern verðlaun, meðal annars í flokkunum versta mynd og versti leikari, en myndin er hugarfóstur fyrrverandi barnastjörnunnar Kirk Cameron. Myndin snýst um hinna sönnu merkingu jólanna en hinn evangelíski Cameron fer með aðalhutverkið.

Kvikmyndin er sú neðsta á lista notenda kvikmyndasíðunnar IMDB yfir þær verstu frá upphafi. Þá er hún önnur tveggja mynda sem hafa hlotið núll í einkunn á vefnum Rotten Tomatoes.

Stórleikkonurnar Cameron Diaz og Megan Fox voru báðar hlutskarpastar í sínum flokki. Diaz var valin versta leikkonan fyrir frammistöðu sína í grínmyndunum Sex Tape og The Other Woman en Fox versta leikkona í aukahlutverki fyrir myndina Teenage Mutant Ninja Turtles.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×