Sjaldgæfasta plata Íslands: Faðir Kalla Bjarna líklega maðurinn bak við hana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. febrúar 2015 12:13 Sagan á bak við Radioactive með The Outsiders er ekki jafn borðleggjandi og útlit var fyrir. Mál málanna í dag er sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar sem kom upp úr kassa á skransölu á Skemmuvegi 6. Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, fékk tvær svo kallaðar „test pressur“ til að skoða. Önnur þeirra var plata Þeysara, As Above, á sænsku en hin var platan Geislavirkir með Utangarðsmönnum á ensku. Test pressur fara ekki í almenna útgáfu og Geislavirkir, eða Radioactive með The Outsiders eins og hún kallast þarna, kom aldrei út á ensku. Þessi tiltekna plata er því líklega sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar og jafn fram ein sú eftirsóttasta. Vísir skoðaði sögu plötunnar. Bubbi á tónleikum með Utangarðsmönnum.mynd/kristján a. einarssonÆtlar ekki að kaupa plötuna sjálfur „Það er alveg klárt mál að Steinar Berg gerði test pressu og þetta er þá sennilega mamman sjálf,“ segir Bubbi Morthens, fyrrum söngvari Utangarðsmanna. „Mjög líklega hefur hann gert þær til að dreifa plötunni til erlendra útgáfufyrirtækja.“ Platan var tekin upp 1980 í upptökuverinu Hljóðrita og segir Bubbi að hún sé um margt ólík íslensku útgáfunni sem kom út. Til að mynda er það Mikki Pollock sem talar upphafslínurnar í Hiroshima. „Það sem gerir þetta líklega að verðmætustu plötu Íslandssögunnar er hve sjaldgæf hún er og að hún er sennilega ekki masteruð til fulls.“ Bubbi segir að hann hafi ekki áhuga á því að eignast plötuna. „Ég hlusta ekki á sjálfan mig og hef aldrei gert. Mér finnst gaman að semja, taka upp og spila en annars ekki. Ef ég væri safnari myndi ég leggja mig fram við að kaupa hana og spila hana aldrei. Þannig helst verðgildi hennar hæst. Ef þetta væri gítar hefði ég kannski áhuga en annars ekki.“Steinar Berg ásamt Birni Jörundi árið 1991.vísir/gvaFerð ekki í fjárfestingu ef þú heldur að hún fari út um þúfur Þegar sagan er borin undir Steinar Berg Ísleifsson kannast hann ekkert við að hafa gert prufupressu af Radioactive. Útgáfufyrirtæki hans gaf Geislavirka út á Íslandi í nóvember 1980. „Ég kann enga skýringu á þessu. Okkar vínylplötur voru allar pressaðar í Hollandi en þessi er pressuð í Stokkhólmi,“ segir Steinar Berg en hann rekur nú ferðaþjónustu að Fossatúni í Borgarfirði. Steinar segir að í upphafi níunda áratugarins hafi Utangarðsmenn spilað víðsvegar um Skandinavíu og þar hafi verið maður að nafni Guðmundur sem hafi tekið Utangarðsmenn að sér. Sá hafi reynt að plögga þeim hér og þar og mögulega hafi hann látið gera þessar plötur. Hann hafi í raun verið hálfgerður umboðsmaður þeirra úti og haft nær algert frelsi. Um daginn var Steinar að róta í kössum fullum af gömlu dóti og þá komu upp úr einum þeirra uppsagnarbréf Mike Pollock úr sveitinni þar sem Einar Örn Benediktsson vottar staðfestingu þess. Það var í lok árs 1980 en skömmu síðar lagði sveitin upp laupana. „Við höfðum áhuga á að gefa þá úti en satt best að segja var enginn grundvöllur fyrir því að stíga skrefið til fulls. Meðlimir voru oftar en ekki á móti hvor öðrum og það er lítill tilgangur í því að leggja út í fjárfestingu ef þér finnst nær öruggt að hún fari í vaskinn,“ segir Steinar Berg. „Við fikruðum okkur í áttina að útlöndum en við lögðum aldrei í neinar prufupressur.“Gunnþór Sigurðsson, bassaleikari Q4U og rótari Utangarðsmannamynd/gunnþórHuldumaðurinn Guðmundur En hver er þá þessi Guðmundur sem tók Utangarðsmenn að sér þegar þeir voru úti í Skandinavíu? Gunnþór Sigurðsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Q4U, rótaði fyrir Utangarðsmenn þegar þeir ferðuðust um Norðurlöndin. „Ég kannast við þessa plötu. Ég fékk að heyra hana þarna í fyrndinni,“ segir Gunnþór. Hann man einnig eftir Guðmundi og minnir að þar hafi verið á ferðinni Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson, faðir Karls Bjarna Guðmundssonar Idol sigurvegara. „Hann var hálfgerður tengiliður okkar úti í Noregi og gerði sitt besta til að plögga þeim áfram á rétta staði. Kannski gerði hann þessa pressu, það getur vel verið. En ég hef alltaf sagt að þeir hafi farið of snemma heim því þeir voru farnir að vekja athygli og komnir í blöðin úti.“ Hann nefnir eitt atvik þegar Utangarðsmenn voru að koma sér fyrir á sviði á skemmtistað úti og byrja hljóðprufuna. Þegar þeir eru að stilla græjurnar byrjaði að snjóa inn á staðnum og þar var engin venjulegur snjór heldur hrundi rykið úr loftinu á staðnum. Eigandinn borgaði hljómsveitinni gegn því að þeir spiluðu ekki á staðnum og kæmu sér í burtu. „Þetta tímabil var langur föstudagur og rokkið tekið alla leið. Eitt sinn vorum þeir að spila hér heima á stað sem heitir Ártún og í salnum var einhver gaur utan í stelpu sem Bubbi var með á þeim tíma. Í einu laginu tók Danni Pollock gítarsóló, Bubbi stökk niður af sviðinu og kýldi gæjann kaldann. Greyið var rotað áður en hann lenti í jörðinni og Bubbi var mættur við hljóðnemann um leið og sóló-ið kláraðist. Ef það er ekki rokk þá veit ég ekki hvað er rokk,“ segir Gunnþór.Kalli Bjarni eftir sigur í Idol.vísir/valliÞegar blaðamaður heyrði í Kalla Bjarna var hann staddur úti á sjó á línuveiðum. „Jú, það passar að pabbi var að umbast fyrir þá þegar þeir voru úti í Osló,“ segir hann og bætir við að á tímabili hafi þeir nánast búið heima hjá honum. Það gæti vel verið að hann hafi látið gera prufupressur af Geislavirkum og reynt að koma þeim á rétta staði. „Einhverntíman voru þeir að spila í Osló og þangað mætti heill her af norskum pönkurum. Þá var Bubbi að kyrja einhver slagorð og predika yfir salnum sem fór ekkert alltof vel í liðið. Það endaði víst þannig að sveitin þurfti að brjóta sér leið út af staðnum og notuðu til þess míkrafónstatíf og aðra lauslega muni,“ segir Kalli Bjarni. Hver sem sagan á bak við plötuna er þá er víst að platan Radioactive með The Outsiders er og verður einhver sjaldgæfasta plata landsins og safnarar landsins munu að öllum líkindum bítast um að eignast gripinn. Tengdar fréttir Utangarðsmenn koma aldrei saman aftur Félagsskapurinn ekki uppbyggilegur, segir Magnús Stefánsson trommari. 11. febrúar 2015 14:50 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira
Mál málanna í dag er sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar sem kom upp úr kassa á skransölu á Skemmuvegi 6. Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, fékk tvær svo kallaðar „test pressur“ til að skoða. Önnur þeirra var plata Þeysara, As Above, á sænsku en hin var platan Geislavirkir með Utangarðsmönnum á ensku. Test pressur fara ekki í almenna útgáfu og Geislavirkir, eða Radioactive með The Outsiders eins og hún kallast þarna, kom aldrei út á ensku. Þessi tiltekna plata er því líklega sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar og jafn fram ein sú eftirsóttasta. Vísir skoðaði sögu plötunnar. Bubbi á tónleikum með Utangarðsmönnum.mynd/kristján a. einarssonÆtlar ekki að kaupa plötuna sjálfur „Það er alveg klárt mál að Steinar Berg gerði test pressu og þetta er þá sennilega mamman sjálf,“ segir Bubbi Morthens, fyrrum söngvari Utangarðsmanna. „Mjög líklega hefur hann gert þær til að dreifa plötunni til erlendra útgáfufyrirtækja.“ Platan var tekin upp 1980 í upptökuverinu Hljóðrita og segir Bubbi að hún sé um margt ólík íslensku útgáfunni sem kom út. Til að mynda er það Mikki Pollock sem talar upphafslínurnar í Hiroshima. „Það sem gerir þetta líklega að verðmætustu plötu Íslandssögunnar er hve sjaldgæf hún er og að hún er sennilega ekki masteruð til fulls.“ Bubbi segir að hann hafi ekki áhuga á því að eignast plötuna. „Ég hlusta ekki á sjálfan mig og hef aldrei gert. Mér finnst gaman að semja, taka upp og spila en annars ekki. Ef ég væri safnari myndi ég leggja mig fram við að kaupa hana og spila hana aldrei. Þannig helst verðgildi hennar hæst. Ef þetta væri gítar hefði ég kannski áhuga en annars ekki.“Steinar Berg ásamt Birni Jörundi árið 1991.vísir/gvaFerð ekki í fjárfestingu ef þú heldur að hún fari út um þúfur Þegar sagan er borin undir Steinar Berg Ísleifsson kannast hann ekkert við að hafa gert prufupressu af Radioactive. Útgáfufyrirtæki hans gaf Geislavirka út á Íslandi í nóvember 1980. „Ég kann enga skýringu á þessu. Okkar vínylplötur voru allar pressaðar í Hollandi en þessi er pressuð í Stokkhólmi,“ segir Steinar Berg en hann rekur nú ferðaþjónustu að Fossatúni í Borgarfirði. Steinar segir að í upphafi níunda áratugarins hafi Utangarðsmenn spilað víðsvegar um Skandinavíu og þar hafi verið maður að nafni Guðmundur sem hafi tekið Utangarðsmenn að sér. Sá hafi reynt að plögga þeim hér og þar og mögulega hafi hann látið gera þessar plötur. Hann hafi í raun verið hálfgerður umboðsmaður þeirra úti og haft nær algert frelsi. Um daginn var Steinar að róta í kössum fullum af gömlu dóti og þá komu upp úr einum þeirra uppsagnarbréf Mike Pollock úr sveitinni þar sem Einar Örn Benediktsson vottar staðfestingu þess. Það var í lok árs 1980 en skömmu síðar lagði sveitin upp laupana. „Við höfðum áhuga á að gefa þá úti en satt best að segja var enginn grundvöllur fyrir því að stíga skrefið til fulls. Meðlimir voru oftar en ekki á móti hvor öðrum og það er lítill tilgangur í því að leggja út í fjárfestingu ef þér finnst nær öruggt að hún fari í vaskinn,“ segir Steinar Berg. „Við fikruðum okkur í áttina að útlöndum en við lögðum aldrei í neinar prufupressur.“Gunnþór Sigurðsson, bassaleikari Q4U og rótari Utangarðsmannamynd/gunnþórHuldumaðurinn Guðmundur En hver er þá þessi Guðmundur sem tók Utangarðsmenn að sér þegar þeir voru úti í Skandinavíu? Gunnþór Sigurðsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Q4U, rótaði fyrir Utangarðsmenn þegar þeir ferðuðust um Norðurlöndin. „Ég kannast við þessa plötu. Ég fékk að heyra hana þarna í fyrndinni,“ segir Gunnþór. Hann man einnig eftir Guðmundi og minnir að þar hafi verið á ferðinni Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson, faðir Karls Bjarna Guðmundssonar Idol sigurvegara. „Hann var hálfgerður tengiliður okkar úti í Noregi og gerði sitt besta til að plögga þeim áfram á rétta staði. Kannski gerði hann þessa pressu, það getur vel verið. En ég hef alltaf sagt að þeir hafi farið of snemma heim því þeir voru farnir að vekja athygli og komnir í blöðin úti.“ Hann nefnir eitt atvik þegar Utangarðsmenn voru að koma sér fyrir á sviði á skemmtistað úti og byrja hljóðprufuna. Þegar þeir eru að stilla græjurnar byrjaði að snjóa inn á staðnum og þar var engin venjulegur snjór heldur hrundi rykið úr loftinu á staðnum. Eigandinn borgaði hljómsveitinni gegn því að þeir spiluðu ekki á staðnum og kæmu sér í burtu. „Þetta tímabil var langur föstudagur og rokkið tekið alla leið. Eitt sinn vorum þeir að spila hér heima á stað sem heitir Ártún og í salnum var einhver gaur utan í stelpu sem Bubbi var með á þeim tíma. Í einu laginu tók Danni Pollock gítarsóló, Bubbi stökk niður af sviðinu og kýldi gæjann kaldann. Greyið var rotað áður en hann lenti í jörðinni og Bubbi var mættur við hljóðnemann um leið og sóló-ið kláraðist. Ef það er ekki rokk þá veit ég ekki hvað er rokk,“ segir Gunnþór.Kalli Bjarni eftir sigur í Idol.vísir/valliÞegar blaðamaður heyrði í Kalla Bjarna var hann staddur úti á sjó á línuveiðum. „Jú, það passar að pabbi var að umbast fyrir þá þegar þeir voru úti í Osló,“ segir hann og bætir við að á tímabili hafi þeir nánast búið heima hjá honum. Það gæti vel verið að hann hafi látið gera prufupressur af Geislavirkum og reynt að koma þeim á rétta staði. „Einhverntíman voru þeir að spila í Osló og þangað mætti heill her af norskum pönkurum. Þá var Bubbi að kyrja einhver slagorð og predika yfir salnum sem fór ekkert alltof vel í liðið. Það endaði víst þannig að sveitin þurfti að brjóta sér leið út af staðnum og notuðu til þess míkrafónstatíf og aðra lauslega muni,“ segir Kalli Bjarni. Hver sem sagan á bak við plötuna er þá er víst að platan Radioactive með The Outsiders er og verður einhver sjaldgæfasta plata landsins og safnarar landsins munu að öllum líkindum bítast um að eignast gripinn.
Tengdar fréttir Utangarðsmenn koma aldrei saman aftur Félagsskapurinn ekki uppbyggilegur, segir Magnús Stefánsson trommari. 11. febrúar 2015 14:50 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira
Utangarðsmenn koma aldrei saman aftur Félagsskapurinn ekki uppbyggilegur, segir Magnús Stefánsson trommari. 11. febrúar 2015 14:50