Utangarðsmenn koma aldrei saman aftur Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2015 14:50 Utangarðsmenn bregða á leik, Magnús á bassa og Bubbi á gítar. Þessi hljómsveit kemur ekki saman aftur. Hljómsveitin Utangarðsmenn mun ekki koma saman aftur í sinni upprunalegu mynd. Þetta sagði Bubbi Morthens í Kastljósi í gærkvöld. Utangarðsmenn hljóta að teljast einhver merkilegasta hljómsveit íslensku rokksögunnar og ljóst að margir munu eiga erfitt með að bíta í það súra epli að loku sé fyrir þetta skotið. Bubbi kom víða við þegar hann ræddi við einlægan aðdáanda Utangarðsmanna, Helga Seljan; sagði söguna af tilurð hins tregafulla óðs síns, Blindsker heima hjá þáverandi félaga sínum Franklín Steiner heitnum, sem einhvern tíma var sagður umfangsmikill fíkniefnasali. Spurningunni um hvort ekki hafi komið til greina að flytja plötu Utangarðsmanna Geislavirkir með upprunalegu hljómsveitinni, svaraði Bubbi á þá leið að sú sveit muni ekki koma saman aftur. Fuglinn sá er sem sagt floginn. Nú er sagt að hljómsveitir hætti aldrei en svo virðist vera ef marka má Magnús Stefánsson trymbil Utangarðsmanna. „Ég held að það sé alveg borin von. Því miður. Ég væri til í að spila þessa tónlist og láta á það reyna. Því hún er mikil áskorun, það þarf svo mikla orku og energí til að keyra þetta áfram. Og ég er í mínu besta formi en, félagsskapurinn er ekki uppbyggilegur,“ segir Magnús. Utangarðsmenn komu saman á ný í kringum 060606 tónleikana, sem eins og nafnið gefur til kynna, voru sumarið 2006. Þeir tónleikar tókust afbragðs vel -- á yfirborðinu. „Það endaði ekki vel og þá tók ég þá ákvörðun að vera ekkert að umgangast vissa einstaklinga. Maður er orðinn edrú, búinn að fara í gegnum ákveðið þroskaferli og það passar ekkert endilega alltaf öllum að vera saman. Þó þetta hljómsveitardæmi hafi komið vel út tónlistarlega þá var þetta erfitt tilfinningalega og þetta er ekkert endilega félagsskapurinn sem maður passaði inní,“ segir Magnús. En, þeir sem fylgjast með í tónlistinni vita að oft hafa samskipti Magnúsar og Bubba verið erfið, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Hljómsveitin Utangarðsmenn mun ekki koma saman aftur í sinni upprunalegu mynd. Þetta sagði Bubbi Morthens í Kastljósi í gærkvöld. Utangarðsmenn hljóta að teljast einhver merkilegasta hljómsveit íslensku rokksögunnar og ljóst að margir munu eiga erfitt með að bíta í það súra epli að loku sé fyrir þetta skotið. Bubbi kom víða við þegar hann ræddi við einlægan aðdáanda Utangarðsmanna, Helga Seljan; sagði söguna af tilurð hins tregafulla óðs síns, Blindsker heima hjá þáverandi félaga sínum Franklín Steiner heitnum, sem einhvern tíma var sagður umfangsmikill fíkniefnasali. Spurningunni um hvort ekki hafi komið til greina að flytja plötu Utangarðsmanna Geislavirkir með upprunalegu hljómsveitinni, svaraði Bubbi á þá leið að sú sveit muni ekki koma saman aftur. Fuglinn sá er sem sagt floginn. Nú er sagt að hljómsveitir hætti aldrei en svo virðist vera ef marka má Magnús Stefánsson trymbil Utangarðsmanna. „Ég held að það sé alveg borin von. Því miður. Ég væri til í að spila þessa tónlist og láta á það reyna. Því hún er mikil áskorun, það þarf svo mikla orku og energí til að keyra þetta áfram. Og ég er í mínu besta formi en, félagsskapurinn er ekki uppbyggilegur,“ segir Magnús. Utangarðsmenn komu saman á ný í kringum 060606 tónleikana, sem eins og nafnið gefur til kynna, voru sumarið 2006. Þeir tónleikar tókust afbragðs vel -- á yfirborðinu. „Það endaði ekki vel og þá tók ég þá ákvörðun að vera ekkert að umgangast vissa einstaklinga. Maður er orðinn edrú, búinn að fara í gegnum ákveðið þroskaferli og það passar ekkert endilega alltaf öllum að vera saman. Þó þetta hljómsveitardæmi hafi komið vel út tónlistarlega þá var þetta erfitt tilfinningalega og þetta er ekkert endilega félagsskapurinn sem maður passaði inní,“ segir Magnús. En, þeir sem fylgjast með í tónlistinni vita að oft hafa samskipti Magnúsar og Bubba verið erfið, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira