Innlent

Bílvelta við Kópavogslæk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ökumaðurinn var að aka Hafnarfjarðarveg áleiðis til Reykjavíkur.
Ökumaðurinn var að aka Hafnarfjarðarveg áleiðis til Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm
Aðstoða þurfti ökumann jeppa sem valt á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk um klukkan 23:15 í kvöld. Jeppinn hafnaði á vegriði og valt af því.

Að sögn starfsmanns slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn ekki alvarlega slasaður en þó fastur inni í bílnum. Sjúkraflutningamenn komu manninum á sjúkrahús til skoðunar.

Á svipuðum tíma í kvöld varð tveggja bíla árekstur við Rauðavatn þar sem bílar úr gagnstæðri átt skullu saman. Var annar ökumannanna fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús.

Virðist vera sérstaklega hált á götum höfuðborgarsvæðisins í kvöld og ástæða til að hvetja ökumenn til að fara að öllu með gát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×