Innlent

Einn alvarlega slasaður eftir árekstur við Rauðavatn

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Einn er alvarlega slasaður eftir harðan árekstur tveggja bíla við Rauðavatn í Reykjavík um klukkan hálf ellefu fyrr í kvöld.

Að sögn Sigurbjörns Guðmundssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu, var sá sem slasaðist alvarlega fluttur á sjúkrahús skömmu eftir klukkan ellefu en bílstjóri hins bílsins slasaðist lítið. Mikil hálka og krapi er á slysstaðnum.

Bílarnir komu úr gagnstæðri átt, en bílstjórarnir voru báðir einir í bílunum.

Uppfært klukkan 23:57

Bílvelta varð við Kópavogslæk á Hafnarfjarðarvegi í kvöld. Ökumaður slapp með skrekkinn. Full ástæða til að hvetja ökumenn til að fara varlega enda hált á götum borgarinnar og í nágrenni.


Tengdar fréttir

Bílvelta við Kópavogslæk

Aðstoða þurfti ökumann jeppa sem valt á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk um klukkan 23:15 í kvöld. Jeppinn hafnaði á vegriði og valt af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×