Innlent

Um tuttugu skjálftar síðasta sólarhringinn

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Holuhrauni.
Frá Holuhrauni. Vísir/Valli
Um tuttugu skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enginn skjálfti hafi náð þremur stigum, þó að enn eigi eftir að fara yfir þá alla. „Rúmur tugur skjálfta mældist í kvikuganginum, stærsti M1,1.“

Skjálftahrina hófst við Herðubreið og Herðubreiðartögl upp úr klukkan tvö í nótt. „Mesta virknin hefur verið eftir 05:30. Um 30 skjálftar hafa mælst á þessu svæði. Stærsti skjálftinn varð klukkan 08:19 M2,7. Dregið hefur úr virkninni á þessu svæði síðasta klukkutímann,“ segir í tilkynningunni sem var send út skömmu fyrir klukkan 10 í morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.