Slapp ómeiddur eftir þriggja metra fall: „Það er kraftaverk að barnið sé óhult“ ingvar haraldsson skrifar 1. febrúar 2015 21:01 Helga Þórey Júlíudóttir segir ótrúlegt að tveggja og hálfs árs gamall sonur hennar hafi sloppið ómeiddur eftir 3,2 metra fall. vísir/Andri Marinó „Maður er enn í sjokki. Það er kraftaverk að barnið sé óhult,“ segir Helga Þórey Júlíudóttir, móðir hins tveggja og hálfs árs gamla Róberts Ómars Þorsteinssonar sem féll 3,2 metra milli áhorfendapalla í Smáranum á Póst-móti Breiðabliks í körfubolta í gær. Betur fór en á horfðist og Róbert gekk sjálfur undan stúkunni ómeiddur. Þó segir Helga að foreldrarnir hafi óttast það versta og hafi hringt á neyðarlínuna. Fjölskyldunni var ekið í sjúkrabíl niður á bráðamóttökuna. „Þetta er svo rosalega hátt fall og hann kvartaði í maganum á leiðinni upp á spítala. Við óttuðumst að það hefði sprungið milta eða hann hefði einhverjar innri blæðingar,“ segir Helga.Vísir/Andri MarinóMildi að ekki fór verr Róbert féll milli tveggja palla í stúkunni að sögn Helgu. „Hann var efst í stúkunni með pabba sínum. Það eru tvenns konar pallar í stúkunni af sitt hvorri gerðinni og gat á milli þeirra og þar datt hann niður,“ segir Helga og þakkar fyrir að ekki hafi farið verr. „Það er algjör mildi að hann hafi sloppið ómeiddur. Það er fullt af stöngum þarna niðri og svo sjálf grindin sem heldur pöllunum uppi. Sem betur fer var hann í þykkri dúnúlpu og með húfu. Hann hafði þrjóskast við og ekki viljað fara úr úlpunni,“ segir Helga. Helga segir að Róbert hefði vel getað dottið skömmu áður. „Það var járngrind við endann á stúkunni alls staðar nema efst í stúkunni, þar var engin járngrind. Pabbi hans hljóp á eftir honum og stoppaði hann. Hann hefði getið dottið niður þar líka,“ segir Helga. Vonandi þarf ekki verra slys svo eitthvað verði gert Helga vill að gripið verði aðgerða til að koma í veg fyrir að sambærileg slys endurtaki sig. „Það þarf að taka allar stúkur landsins í gegn. Ég held að margir átti sig ekki á hættunni því engin fullorðin geti dottið þarna niður. Hugsunin er oft hvað er þetta hættulegast fyrir fullorðna manneskju. Það má ekki verða að það gerist ekkert því barnið kom heilt út úr þessu. Vonandi þarf ekki annað og miklu alvarlegra slys svo eitthvað verði gert. Þetta er örugglega svona í mörgum stúkum og oft mót þar sem það eru ungir krakkar keppa og lítil systkini að fylgjast með,“ segir Helga.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Maður er enn í sjokki. Það er kraftaverk að barnið sé óhult,“ segir Helga Þórey Júlíudóttir, móðir hins tveggja og hálfs árs gamla Róberts Ómars Þorsteinssonar sem féll 3,2 metra milli áhorfendapalla í Smáranum á Póst-móti Breiðabliks í körfubolta í gær. Betur fór en á horfðist og Róbert gekk sjálfur undan stúkunni ómeiddur. Þó segir Helga að foreldrarnir hafi óttast það versta og hafi hringt á neyðarlínuna. Fjölskyldunni var ekið í sjúkrabíl niður á bráðamóttökuna. „Þetta er svo rosalega hátt fall og hann kvartaði í maganum á leiðinni upp á spítala. Við óttuðumst að það hefði sprungið milta eða hann hefði einhverjar innri blæðingar,“ segir Helga.Vísir/Andri MarinóMildi að ekki fór verr Róbert féll milli tveggja palla í stúkunni að sögn Helgu. „Hann var efst í stúkunni með pabba sínum. Það eru tvenns konar pallar í stúkunni af sitt hvorri gerðinni og gat á milli þeirra og þar datt hann niður,“ segir Helga og þakkar fyrir að ekki hafi farið verr. „Það er algjör mildi að hann hafi sloppið ómeiddur. Það er fullt af stöngum þarna niðri og svo sjálf grindin sem heldur pöllunum uppi. Sem betur fer var hann í þykkri dúnúlpu og með húfu. Hann hafði þrjóskast við og ekki viljað fara úr úlpunni,“ segir Helga. Helga segir að Róbert hefði vel getað dottið skömmu áður. „Það var járngrind við endann á stúkunni alls staðar nema efst í stúkunni, þar var engin járngrind. Pabbi hans hljóp á eftir honum og stoppaði hann. Hann hefði getið dottið niður þar líka,“ segir Helga. Vonandi þarf ekki verra slys svo eitthvað verði gert Helga vill að gripið verði aðgerða til að koma í veg fyrir að sambærileg slys endurtaki sig. „Það þarf að taka allar stúkur landsins í gegn. Ég held að margir átti sig ekki á hættunni því engin fullorðin geti dottið þarna niður. Hugsunin er oft hvað er þetta hættulegast fyrir fullorðna manneskju. Það má ekki verða að það gerist ekkert því barnið kom heilt út úr þessu. Vonandi þarf ekki annað og miklu alvarlegra slys svo eitthvað verði gert. Þetta er örugglega svona í mörgum stúkum og oft mót þar sem það eru ungir krakkar keppa og lítil systkini að fylgjast með,“ segir Helga.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira