„Síðast þegar ég gáði þá var ekki búið að finna neina lækningu við ellinni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2015 14:09 Í stuttu máli má segja að móðir Hildar hafi hlegið að prófinu sem læknirinn lagði fyrir hana. Vísir/Auðunn Níelsson „Tíminn hefur ákveðna fordóma gagnvart fullorðnu fólki en getur verið að við sem yngri erum höfum ákveðna fordóma gagnvart tímanum og virðum ekki hans mörk?“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju, í pistlinum „Mamma“ á bloggsíðu sinni. Hildur segir frá ferð með áttræðri móður til öldrunarlæknis á dögunum. Ástæða heimsóknarinnar var ... öldrun. „Tíminn hefur ákveðna fordóma gagnvart fullorðnu fólki. Hann nennir ekki að vinna með því þegar það hefur lokið ákveðnum skyldum við samfélagið,“ segir Hildur. Móðir hennar hafi alið upp sex börn, ávaxtað fjórtán barnabörn og tvö barnabarnabörn. Nú sitji hún uppi með ónýtar mjaðmir og gatslitið bak. „Hún segir besta verkjalyfið við þessum kvillum vera að sjá afkomendur sína lifa, dafna og elska, það gefur ellinni víst ríkan tilgang.“ Í stuttu máli má segja að móðir Hildar hafi hlegið að prófinu sem læknirinn lagði fyrir hana.Hefði sjálf ekki getað munað orðin þrjú „Þegar maður fer til svona sérfræðings í öldrunarlækningum, sem mér finnst að vísu mjög fyndið orð af því að síðast þegar ég gáði þá var ekki búið að finna neina lækningu við ellinni, er boðið upp á próf sem metur minni og vitræna getu.“ Meðal annars átti hún að leggja þrjú orð á minnið og svo rifja þau upp að loknum nokkrum verkefnum. Hildur segir ekki möguleika að hún sjálf hefði getað það. Móðir hennar fór þó létt með það. „Ég fann hvernig ég kólnaði að innan og það sem eftir var prófsins nam ég bara í fjarska t.d. þegar læknirinn spurði mömmu hvað forsætisráðherra Íslands héti og mamma lét sér ekki bara nægja að nefna nöfn heldur fór yfir öll kosningaloforð sitjandi ríkisstjórnar, bara svona til að leggja áherslu á mál sitt.“ Hildur segist ekki óttast að eigin gleymska sé sjúkdómur. Hún viti vel að hún orsakast frekar af andlegri, líkamlegri og stundum tilfinningalegri streitu.Prísar sig sæla að hafa mömmu á kantinum „Ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem ég hef ætlað inn í rangan bíl og einu sinni fór ég alla leið og var lengi að brasa við að koma lyklinum í svissinn þegar ég sá hælaskó í framsætinu sem ég kannaðist ekki við og vildi heldur ekki eiga. Þá get ég alls ekki talið ógrátandi upp þau skipti sem ég hef týnt húslyklunum mínum.“ Þetta sé þó auðvitað fyndið en þegar allt er talið til geti þessi atriði verið vísbending um að tímabært sé að staldra við og endurskoða. „Ég get víst prísað mig sæla að hafa enn hana mömmu sem passar að ég kaupi gjafir og lætur mig vita þegar ný ríkisstjórn tekur til starfa en það væri samt kannski heppilegra að virða meira mörk tímans og anda milli atriða. Og hvernig væri svo að virkja meira þessa hvíslara, heldri borgara landsins sem máta mann með minni og sinni og þrá að hafa hlutverk þó ellin sæki að?“ Pistil Hildar Eirar í heild sinni má lesa á bloggsíðu hennar, Hildureir.is. Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
„Tíminn hefur ákveðna fordóma gagnvart fullorðnu fólki en getur verið að við sem yngri erum höfum ákveðna fordóma gagnvart tímanum og virðum ekki hans mörk?“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju, í pistlinum „Mamma“ á bloggsíðu sinni. Hildur segir frá ferð með áttræðri móður til öldrunarlæknis á dögunum. Ástæða heimsóknarinnar var ... öldrun. „Tíminn hefur ákveðna fordóma gagnvart fullorðnu fólki. Hann nennir ekki að vinna með því þegar það hefur lokið ákveðnum skyldum við samfélagið,“ segir Hildur. Móðir hennar hafi alið upp sex börn, ávaxtað fjórtán barnabörn og tvö barnabarnabörn. Nú sitji hún uppi með ónýtar mjaðmir og gatslitið bak. „Hún segir besta verkjalyfið við þessum kvillum vera að sjá afkomendur sína lifa, dafna og elska, það gefur ellinni víst ríkan tilgang.“ Í stuttu máli má segja að móðir Hildar hafi hlegið að prófinu sem læknirinn lagði fyrir hana.Hefði sjálf ekki getað munað orðin þrjú „Þegar maður fer til svona sérfræðings í öldrunarlækningum, sem mér finnst að vísu mjög fyndið orð af því að síðast þegar ég gáði þá var ekki búið að finna neina lækningu við ellinni, er boðið upp á próf sem metur minni og vitræna getu.“ Meðal annars átti hún að leggja þrjú orð á minnið og svo rifja þau upp að loknum nokkrum verkefnum. Hildur segir ekki möguleika að hún sjálf hefði getað það. Móðir hennar fór þó létt með það. „Ég fann hvernig ég kólnaði að innan og það sem eftir var prófsins nam ég bara í fjarska t.d. þegar læknirinn spurði mömmu hvað forsætisráðherra Íslands héti og mamma lét sér ekki bara nægja að nefna nöfn heldur fór yfir öll kosningaloforð sitjandi ríkisstjórnar, bara svona til að leggja áherslu á mál sitt.“ Hildur segist ekki óttast að eigin gleymska sé sjúkdómur. Hún viti vel að hún orsakast frekar af andlegri, líkamlegri og stundum tilfinningalegri streitu.Prísar sig sæla að hafa mömmu á kantinum „Ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem ég hef ætlað inn í rangan bíl og einu sinni fór ég alla leið og var lengi að brasa við að koma lyklinum í svissinn þegar ég sá hælaskó í framsætinu sem ég kannaðist ekki við og vildi heldur ekki eiga. Þá get ég alls ekki talið ógrátandi upp þau skipti sem ég hef týnt húslyklunum mínum.“ Þetta sé þó auðvitað fyndið en þegar allt er talið til geti þessi atriði verið vísbending um að tímabært sé að staldra við og endurskoða. „Ég get víst prísað mig sæla að hafa enn hana mömmu sem passar að ég kaupi gjafir og lætur mig vita þegar ný ríkisstjórn tekur til starfa en það væri samt kannski heppilegra að virða meira mörk tímans og anda milli atriða. Og hvernig væri svo að virkja meira þessa hvíslara, heldri borgara landsins sem máta mann með minni og sinni og þrá að hafa hlutverk þó ellin sæki að?“ Pistil Hildar Eirar í heild sinni má lesa á bloggsíðu hennar, Hildureir.is.
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira