„Síðast þegar ég gáði þá var ekki búið að finna neina lækningu við ellinni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2015 14:09 Í stuttu máli má segja að móðir Hildar hafi hlegið að prófinu sem læknirinn lagði fyrir hana. Vísir/Auðunn Níelsson „Tíminn hefur ákveðna fordóma gagnvart fullorðnu fólki en getur verið að við sem yngri erum höfum ákveðna fordóma gagnvart tímanum og virðum ekki hans mörk?“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju, í pistlinum „Mamma“ á bloggsíðu sinni. Hildur segir frá ferð með áttræðri móður til öldrunarlæknis á dögunum. Ástæða heimsóknarinnar var ... öldrun. „Tíminn hefur ákveðna fordóma gagnvart fullorðnu fólki. Hann nennir ekki að vinna með því þegar það hefur lokið ákveðnum skyldum við samfélagið,“ segir Hildur. Móðir hennar hafi alið upp sex börn, ávaxtað fjórtán barnabörn og tvö barnabarnabörn. Nú sitji hún uppi með ónýtar mjaðmir og gatslitið bak. „Hún segir besta verkjalyfið við þessum kvillum vera að sjá afkomendur sína lifa, dafna og elska, það gefur ellinni víst ríkan tilgang.“ Í stuttu máli má segja að móðir Hildar hafi hlegið að prófinu sem læknirinn lagði fyrir hana.Hefði sjálf ekki getað munað orðin þrjú „Þegar maður fer til svona sérfræðings í öldrunarlækningum, sem mér finnst að vísu mjög fyndið orð af því að síðast þegar ég gáði þá var ekki búið að finna neina lækningu við ellinni, er boðið upp á próf sem metur minni og vitræna getu.“ Meðal annars átti hún að leggja þrjú orð á minnið og svo rifja þau upp að loknum nokkrum verkefnum. Hildur segir ekki möguleika að hún sjálf hefði getað það. Móðir hennar fór þó létt með það. „Ég fann hvernig ég kólnaði að innan og það sem eftir var prófsins nam ég bara í fjarska t.d. þegar læknirinn spurði mömmu hvað forsætisráðherra Íslands héti og mamma lét sér ekki bara nægja að nefna nöfn heldur fór yfir öll kosningaloforð sitjandi ríkisstjórnar, bara svona til að leggja áherslu á mál sitt.“ Hildur segist ekki óttast að eigin gleymska sé sjúkdómur. Hún viti vel að hún orsakast frekar af andlegri, líkamlegri og stundum tilfinningalegri streitu.Prísar sig sæla að hafa mömmu á kantinum „Ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem ég hef ætlað inn í rangan bíl og einu sinni fór ég alla leið og var lengi að brasa við að koma lyklinum í svissinn þegar ég sá hælaskó í framsætinu sem ég kannaðist ekki við og vildi heldur ekki eiga. Þá get ég alls ekki talið ógrátandi upp þau skipti sem ég hef týnt húslyklunum mínum.“ Þetta sé þó auðvitað fyndið en þegar allt er talið til geti þessi atriði verið vísbending um að tímabært sé að staldra við og endurskoða. „Ég get víst prísað mig sæla að hafa enn hana mömmu sem passar að ég kaupi gjafir og lætur mig vita þegar ný ríkisstjórn tekur til starfa en það væri samt kannski heppilegra að virða meira mörk tímans og anda milli atriða. Og hvernig væri svo að virkja meira þessa hvíslara, heldri borgara landsins sem máta mann með minni og sinni og þrá að hafa hlutverk þó ellin sæki að?“ Pistil Hildar Eirar í heild sinni má lesa á bloggsíðu hennar, Hildureir.is. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
„Tíminn hefur ákveðna fordóma gagnvart fullorðnu fólki en getur verið að við sem yngri erum höfum ákveðna fordóma gagnvart tímanum og virðum ekki hans mörk?“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju, í pistlinum „Mamma“ á bloggsíðu sinni. Hildur segir frá ferð með áttræðri móður til öldrunarlæknis á dögunum. Ástæða heimsóknarinnar var ... öldrun. „Tíminn hefur ákveðna fordóma gagnvart fullorðnu fólki. Hann nennir ekki að vinna með því þegar það hefur lokið ákveðnum skyldum við samfélagið,“ segir Hildur. Móðir hennar hafi alið upp sex börn, ávaxtað fjórtán barnabörn og tvö barnabarnabörn. Nú sitji hún uppi með ónýtar mjaðmir og gatslitið bak. „Hún segir besta verkjalyfið við þessum kvillum vera að sjá afkomendur sína lifa, dafna og elska, það gefur ellinni víst ríkan tilgang.“ Í stuttu máli má segja að móðir Hildar hafi hlegið að prófinu sem læknirinn lagði fyrir hana.Hefði sjálf ekki getað munað orðin þrjú „Þegar maður fer til svona sérfræðings í öldrunarlækningum, sem mér finnst að vísu mjög fyndið orð af því að síðast þegar ég gáði þá var ekki búið að finna neina lækningu við ellinni, er boðið upp á próf sem metur minni og vitræna getu.“ Meðal annars átti hún að leggja þrjú orð á minnið og svo rifja þau upp að loknum nokkrum verkefnum. Hildur segir ekki möguleika að hún sjálf hefði getað það. Móðir hennar fór þó létt með það. „Ég fann hvernig ég kólnaði að innan og það sem eftir var prófsins nam ég bara í fjarska t.d. þegar læknirinn spurði mömmu hvað forsætisráðherra Íslands héti og mamma lét sér ekki bara nægja að nefna nöfn heldur fór yfir öll kosningaloforð sitjandi ríkisstjórnar, bara svona til að leggja áherslu á mál sitt.“ Hildur segist ekki óttast að eigin gleymska sé sjúkdómur. Hún viti vel að hún orsakast frekar af andlegri, líkamlegri og stundum tilfinningalegri streitu.Prísar sig sæla að hafa mömmu á kantinum „Ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem ég hef ætlað inn í rangan bíl og einu sinni fór ég alla leið og var lengi að brasa við að koma lyklinum í svissinn þegar ég sá hælaskó í framsætinu sem ég kannaðist ekki við og vildi heldur ekki eiga. Þá get ég alls ekki talið ógrátandi upp þau skipti sem ég hef týnt húslyklunum mínum.“ Þetta sé þó auðvitað fyndið en þegar allt er talið til geti þessi atriði verið vísbending um að tímabært sé að staldra við og endurskoða. „Ég get víst prísað mig sæla að hafa enn hana mömmu sem passar að ég kaupi gjafir og lætur mig vita þegar ný ríkisstjórn tekur til starfa en það væri samt kannski heppilegra að virða meira mörk tímans og anda milli atriða. Og hvernig væri svo að virkja meira þessa hvíslara, heldri borgara landsins sem máta mann með minni og sinni og þrá að hafa hlutverk þó ellin sæki að?“ Pistil Hildar Eirar í heild sinni má lesa á bloggsíðu hennar, Hildureir.is.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira