Steingrímur útilokar ný kvótalög á vorþingi Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2015 12:15 Sjávarútvegsráðherra segir „ólíka hagsmuni“ stjórnmálaflokkanna standa í vegi þess að hann leggi fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Sjávarútvegsráðherra segir ágreing milli stjórnmálaflokkanna helstu ástæðu þess að boðað frumvarp hans um stjórn fiskveiða hafi ekki litið dagsins ljós á Alþingi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir sterk hagsmunaöfl berjast gegn öllum breytingum og það sé útilokað að ný fiskveiðilög verði samþykkt á vorþingi. Eitt af þeim stóru málum sem bíða ríkisstjórnarinnar er frumvarp um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í svari við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata á Alþingi í gær að hann væri að vinna að frumvarpi sem byggði á þremur stoðum sem sáttanefnd frá árinu 2010 ræddi um sem vísað væri til í stjórnarsáttmála. Sigurður Ingi sagði að ágætlega hafi tekist að ná samráðsskilningi meðal hagsmunaaðila og verkalýðshreyfingar um þá þrjá þætti að þjóðin væri eigandi auðlindarinnar, útgerðin búi við fyrirsjáanleika og stöðugleika og veiðigjöldin verði hluti af fiskveiðistjórnuninni. En þau hafa verið ákveðin frá ári til árs frá því þau voru fyrst lögð á. „Það er hins vegar engin launung á því að innan stjórnmálaflokkanna, og það kom berlega í ljós þegar ég var að kynna þetta fyrir stjórnarandstöðunni og auðvitað samstarfsflokknum, að þar eru ólíkir hagsmunir,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og sjávarútvegasráðherra síðustu ríkisstjórnar segir ekki við stjórnarandstöðuna að sakast í þessum efnum. „Nei, ég held að það sé náttúrlega alveg á hreinu að ráðherrann og ríkisstjórnin geta ekki gert stjórnarandstöðuna ábyrga fyrir sínu eigin heimilisböli. Það er ósköp einfaldlega ljóst virðist vera að frumvarpið er strand og stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman,“ segir Steingrímur. Stjórnarandstaðan hafi eðlilega fyrirvara á málum sem hún hafi ekki einu sinn séð og aðeins fengið munnlega kynningu á frá ráðherra. „Og ætli veruleikinn sé ekki sá og gamalkunnur að það eru náttúrlega voldug öfl sem vilja engar breytingar gera á þessu kerfi. Nema þá helst þær að lækka enn veiðigjöldin,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir þau ánægjulegu tíðindi að það stefni væntanlega í enn eitt metárið í íslenskum sjávarútvegi, sérstaklega hjá stóru útgerðarfyrirtækjunum í uppsjávartegundum. Steingrímur segir boltann algerlega hjá stjórnarflokkunum. Framsóknarflokkurinn hefur opnað fyrir að öll kvótaviðskipti fari fram á markaði og segir Steingrímur flokkinn jafnframt vera opnari fyrir því en Sjálfstæðisflokkinn að tillit verði tekið til byggðanna í kerfinu. Steingrímur segir útilokað að ný fiskveiðistjórnunarlög líti dagsins ljós á vorþingi og þar með áður en næsta fiskveiðiár hefst hinn 1. september. Breytingar sem þessar þurfi lengri tíma og vandaða umfjöllun. „Í ljósi reynslunnar. Við lentum auðvitað líka í þessu sem ríkisstjórn að vera að reyna að leggja fram frumvörp á útmánuðum og þau féllu á tíma. Þannig að ég tel að þessi vetur sé búinn hjá stjórninni og síðasta tilraun hennar til að gera eitthvað væri þá næsta haust,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir ágreing milli stjórnmálaflokkanna helstu ástæðu þess að boðað frumvarp hans um stjórn fiskveiða hafi ekki litið dagsins ljós á Alþingi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir sterk hagsmunaöfl berjast gegn öllum breytingum og það sé útilokað að ný fiskveiðilög verði samþykkt á vorþingi. Eitt af þeim stóru málum sem bíða ríkisstjórnarinnar er frumvarp um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í svari við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata á Alþingi í gær að hann væri að vinna að frumvarpi sem byggði á þremur stoðum sem sáttanefnd frá árinu 2010 ræddi um sem vísað væri til í stjórnarsáttmála. Sigurður Ingi sagði að ágætlega hafi tekist að ná samráðsskilningi meðal hagsmunaaðila og verkalýðshreyfingar um þá þrjá þætti að þjóðin væri eigandi auðlindarinnar, útgerðin búi við fyrirsjáanleika og stöðugleika og veiðigjöldin verði hluti af fiskveiðistjórnuninni. En þau hafa verið ákveðin frá ári til árs frá því þau voru fyrst lögð á. „Það er hins vegar engin launung á því að innan stjórnmálaflokkanna, og það kom berlega í ljós þegar ég var að kynna þetta fyrir stjórnarandstöðunni og auðvitað samstarfsflokknum, að þar eru ólíkir hagsmunir,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og sjávarútvegasráðherra síðustu ríkisstjórnar segir ekki við stjórnarandstöðuna að sakast í þessum efnum. „Nei, ég held að það sé náttúrlega alveg á hreinu að ráðherrann og ríkisstjórnin geta ekki gert stjórnarandstöðuna ábyrga fyrir sínu eigin heimilisböli. Það er ósköp einfaldlega ljóst virðist vera að frumvarpið er strand og stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman,“ segir Steingrímur. Stjórnarandstaðan hafi eðlilega fyrirvara á málum sem hún hafi ekki einu sinn séð og aðeins fengið munnlega kynningu á frá ráðherra. „Og ætli veruleikinn sé ekki sá og gamalkunnur að það eru náttúrlega voldug öfl sem vilja engar breytingar gera á þessu kerfi. Nema þá helst þær að lækka enn veiðigjöldin,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir þau ánægjulegu tíðindi að það stefni væntanlega í enn eitt metárið í íslenskum sjávarútvegi, sérstaklega hjá stóru útgerðarfyrirtækjunum í uppsjávartegundum. Steingrímur segir boltann algerlega hjá stjórnarflokkunum. Framsóknarflokkurinn hefur opnað fyrir að öll kvótaviðskipti fari fram á markaði og segir Steingrímur flokkinn jafnframt vera opnari fyrir því en Sjálfstæðisflokkinn að tillit verði tekið til byggðanna í kerfinu. Steingrímur segir útilokað að ný fiskveiðistjórnunarlög líti dagsins ljós á vorþingi og þar með áður en næsta fiskveiðiár hefst hinn 1. september. Breytingar sem þessar þurfi lengri tíma og vandaða umfjöllun. „Í ljósi reynslunnar. Við lentum auðvitað líka í þessu sem ríkisstjórn að vera að reyna að leggja fram frumvörp á útmánuðum og þau féllu á tíma. Þannig að ég tel að þessi vetur sé búinn hjá stjórninni og síðasta tilraun hennar til að gera eitthvað væri þá næsta haust,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira