Vinnur Jóhann Jóhannsson BAFTA verðlaun? Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2015 12:12 Jóhann Jóhannsson, tónskáld. Vísir/Getty Brestu kvikmyndaverðlaunin BAFTA verða veitt í konunglega óperuhúsinu í London í kvöld en þar er tónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefndur fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni the Theory of Everything. Jóhann er einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna. BAFTA verðlaun bresku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar hafa verið veitt frá árinu 1955, en Charlie Chaplin var fyrstur til að hljóta verðlaunin. Verðlaunastytturnar sem keppt er um eru nokkuð sérstakar, en þær eru úr bronsi og vega næstum fjögur kíló. Sjónvarpsmaðurinn Stephen Fry verður kynnir hátíðarinnar í ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur kemur við sögu á BAFTA verðlaununum en til að mynda vann tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í fyrra fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch, og Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir bestu klippingu á kvimyndinni Eternal Sunshine of The Spotless Mind. Kvikmyndin The Grand Budapest Hotel er tilnefnd til flestra BAFTA verðlauna í ár, eða ellefu. The Theory of everything er tilnefnd til tíu verðlauna, sem og kvikmyndin Birdman. Í flokki kvikmyndatónlistar í ár eru auk Jóhanns Jóhanssonar tilnefndir Mica Levi fyrir Under the skin, Alexandre Desplat fyrir The Grand Budapest Hotel, Antonio Sanchez fyrir Birdman og Hans Zimmer fyrir Interstellar. Jóhann hefur nú þegar sigrað þá þrjá síðastnefndu þegar hann vann Golden Globe verðlaunin í janúar, og etur hann aftur kappi við þá á Óskarsverðlaununum sem verða veitt í Hollywood eftir tvær vikur, eða 22 febrúar næstkomandi. Þykja BAFTA verðlaunin gefa góða vísbendingu um hvað koma skal á Óskarnum og því verður spennandi að fylgjast með hvað kvöldið ber í skauti sér. BAFTA Golden Globes Óskarinn Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Brestu kvikmyndaverðlaunin BAFTA verða veitt í konunglega óperuhúsinu í London í kvöld en þar er tónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefndur fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni the Theory of Everything. Jóhann er einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna. BAFTA verðlaun bresku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar hafa verið veitt frá árinu 1955, en Charlie Chaplin var fyrstur til að hljóta verðlaunin. Verðlaunastytturnar sem keppt er um eru nokkuð sérstakar, en þær eru úr bronsi og vega næstum fjögur kíló. Sjónvarpsmaðurinn Stephen Fry verður kynnir hátíðarinnar í ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur kemur við sögu á BAFTA verðlaununum en til að mynda vann tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í fyrra fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch, og Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir bestu klippingu á kvimyndinni Eternal Sunshine of The Spotless Mind. Kvikmyndin The Grand Budapest Hotel er tilnefnd til flestra BAFTA verðlauna í ár, eða ellefu. The Theory of everything er tilnefnd til tíu verðlauna, sem og kvikmyndin Birdman. Í flokki kvikmyndatónlistar í ár eru auk Jóhanns Jóhanssonar tilnefndir Mica Levi fyrir Under the skin, Alexandre Desplat fyrir The Grand Budapest Hotel, Antonio Sanchez fyrir Birdman og Hans Zimmer fyrir Interstellar. Jóhann hefur nú þegar sigrað þá þrjá síðastnefndu þegar hann vann Golden Globe verðlaunin í janúar, og etur hann aftur kappi við þá á Óskarsverðlaununum sem verða veitt í Hollywood eftir tvær vikur, eða 22 febrúar næstkomandi. Þykja BAFTA verðlaunin gefa góða vísbendingu um hvað koma skal á Óskarnum og því verður spennandi að fylgjast með hvað kvöldið ber í skauti sér.
BAFTA Golden Globes Óskarinn Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira