Innlent

Vilja að Isavia virði kjarasamninga

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
BSRB vill brýna fyrir forsvarsmönnum Isavia að virða kjarasamningsbundinn réttindi starfsmanna sinna í ljósi dóma sem fallið hafa gegn fyrirtækinu. Héraðsdómur Reykjavíkur gerði fyrirtækinu að greiða fyrrverandi starfsmanni sjö milljónir króna vegna ólöglegrar uppsagnar.

BSRB bendir á að dómurinn, sem var kveðinn upp þann 8. janúar síðastliðinn, sé ekki einsdæmi í sögu fyrirtækisins. Í desember í fyrra hafi Hæstiréttur dæmt fyrirtækið til að greiða félagsmanni Félags flugmálastarfsmanna ríkisins miskabætur eftir uppsögn hans.

„Isavia er opinbert hlutafélag sem er alfarið í eigu ríkisins og eini atvinnurekandi landsins í fjölmörgum sérhæfðum störfum. Í ljósi stöðu sinnar á vinnumarkaði hvílir enn ríkari skylda á félaginu að gæta þess að farið sé að lögum í samskiptum við starfsfólk,“ segir á vef BSRB.

Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×