Krakkarnir hafast við í fjöldahjálparstöð Rauða krossins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. febrúar 2015 13:30 Hlíf Hrólfsdóttir segir ungmennin lítið hafa kvartað, en að flest hafi þau verið heldur þreytt eftir nóttina. vísir/aðsend Nemendurnir sextíu og bílstjórinn sem sátu föst í rútu í Staðardal í nótt hafast nú við í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem opnuð var í félagsheimilinu á Hólmavík um hádegisbil í dag. Ungmennin voru í rúmar tólf klukkustundir í rútunni eftir að vegurinn sunnan Hólmavíkur fór í sundur í vatnavöxtum. Nemendurnir eru allir á unglingastigi í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki en þeir voru nú um helgina í vinaskólaheimsókn í Menntaskólanum á Ísafirði. Rútan var á leið til Hólmavíkur frá Ísafirði seint í gærkvöld en festist fremst í Staðardal norðan Hólmavíkur þar sem vegurinn hafði rofnað. Ekki þótti hættandi á björgunaraðgerðir í nótt og höfuðst ungmennin við í rútunni en það þótti öruggasti kosturinn. Hlíf Hrólfsdóttir, formaður Rauða krossins á Hólmavík, segir ungmennin hafa það gott í félagsmiðstöðinni. Þeim hafi verið færður matur og að öll hafi þau glaðst yfir að komast í sturtu og á salerni. „Núna eru þau flest að reyna að leggja sig og svona. Svo er það aðallega bara spil og tafl en síðan eru líka símar og tölvur,“ segir hún. Hún segir ungmennin lítið hafa kvartað, það hafi farið ágætlega um þau í nótt, þrátt fyrir að setan hafi líklega verið heldur þreytandi. Þá segir hún það ekki liggja fyrir hvenær börnin muni komast til síns heima, en á von á að bráðabirgðaviðgerðum ljúki rétt eftir kvöldmatarleyti. Tengdar fréttir Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Nemendurnir sextíu og bílstjórinn sem sátu föst í rútu í Staðardal í nótt hafast nú við í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem opnuð var í félagsheimilinu á Hólmavík um hádegisbil í dag. Ungmennin voru í rúmar tólf klukkustundir í rútunni eftir að vegurinn sunnan Hólmavíkur fór í sundur í vatnavöxtum. Nemendurnir eru allir á unglingastigi í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki en þeir voru nú um helgina í vinaskólaheimsókn í Menntaskólanum á Ísafirði. Rútan var á leið til Hólmavíkur frá Ísafirði seint í gærkvöld en festist fremst í Staðardal norðan Hólmavíkur þar sem vegurinn hafði rofnað. Ekki þótti hættandi á björgunaraðgerðir í nótt og höfuðst ungmennin við í rútunni en það þótti öruggasti kosturinn. Hlíf Hrólfsdóttir, formaður Rauða krossins á Hólmavík, segir ungmennin hafa það gott í félagsmiðstöðinni. Þeim hafi verið færður matur og að öll hafi þau glaðst yfir að komast í sturtu og á salerni. „Núna eru þau flest að reyna að leggja sig og svona. Svo er það aðallega bara spil og tafl en síðan eru líka símar og tölvur,“ segir hún. Hún segir ungmennin lítið hafa kvartað, það hafi farið ágætlega um þau í nótt, þrátt fyrir að setan hafi líklega verið heldur þreytandi. Þá segir hún það ekki liggja fyrir hvenær börnin muni komast til síns heima, en á von á að bráðabirgðaviðgerðum ljúki rétt eftir kvöldmatarleyti.
Tengdar fréttir Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05