Einar Torfi á suðurpólnum: „Þetta er svolítið súrrealískt“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. janúar 2015 00:29 Þrátt fyrir allan þennan tíma saman segir Einar að félagarnir séu ekki komnir með nóg af hvor öðrum. Einar Torfi Pólfarinn Einar Torfi Finnsson náði á suðurpólinn nú í kvöld eftir 57 daga ferðalag. Hann segir að síðasti dagurinn hafi verið fljótur að líða en ferðalagið strangt. Hann hefur verið með sömu þremur einstaklingunum allan tíma, fyrir utan einn klukkutíma þegar þeir mættu fólki.Það kom Einari á óvart hvað gangan var líkamlega erfið.Einar Torfi„Síðasti dagurinn var frekar auðveldur því fimmtán kílómetrum í burtu vorum við farnir að sjá byggingar,“ segir hann. „Maður var með eitthvað drive í sér þennan síðasta dag þannig að hann var fljótur að líða en vikan á undan, þá var maður, hvað á maður að segja, pínu tilbúinn að þetta sé búið bara.“ Ferð eins og sú sem Einar var að ljúka tekur á bæði líkamlega og andlega. „Það kom mér pínu á óvart hvað þetta tekur mikið á líkamlega. Andlega hlutann var ég kannski betur undirbúinn fyrir þannig séð en þetta er búið að vera langt,“ segir hann. „Við erum búnir að vera fjórir saman á ferðalagi í 57 daga án þess að hitta aðra, nema í einn klukkutíma einu sinni.“ Þrátt fyrir allan þennan tíma saman segir Einar að félagarnir séu ekki komnir með nóg af hvor öðrum. „Það er það sem mér finnst alveg merkilegt að við erum ekki orðnir það. Við höfum náð að halda góðum dampi andlega með því að segja góðar sögur og vera næs hver við annan. Ég er alveg hissa á því að enginn er búinn að taka pirrkasst á neinum eða neitt svoleiðis,“ segir hann.Síðasti dagurinn leið hratt.Einar TorfiEinar Torfi segir að ævintýraþráin hafi rekið hann áfram í að ganga á pólinn. „Það er náttúrulega mikil lífsreynsla að fara í svona ferð, þó maður geri það ekki hverjum degi eða hverju ári,“ segir hann. „Það er það sem rekur mann áfram, að setja í reynslupottinn þetta ævintýri.“ Aðspurður um hvernig sé á suðurpólnum segir hann það súrrealískt. „Þessi staður er dálítið tímalaus og hér eru allar vindáttir að norðan. Svo er sólin stöðugt á lofti,“ segir hann og bætir við að stór mannvirki séu þó á pólnum í tengslum við rannsóknarstöð Bandaríkjamanna. „Það eru mikil mannvirki hérna. Þetta er svolítið súrrealískt. Hér eru stórir radarskermar og allskonar græjur sem maður hefur ekki hugmynd um hvað eru.“ Einar Torfi reiknar með að fljúga til baka á Union Glacier annað kvöld og svo þaðan til Síle eftir nokkra daga. Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Pólfarinn Einar Torfi Finnsson náði á suðurpólinn nú í kvöld eftir 57 daga ferðalag. Hann segir að síðasti dagurinn hafi verið fljótur að líða en ferðalagið strangt. Hann hefur verið með sömu þremur einstaklingunum allan tíma, fyrir utan einn klukkutíma þegar þeir mættu fólki.Það kom Einari á óvart hvað gangan var líkamlega erfið.Einar Torfi„Síðasti dagurinn var frekar auðveldur því fimmtán kílómetrum í burtu vorum við farnir að sjá byggingar,“ segir hann. „Maður var með eitthvað drive í sér þennan síðasta dag þannig að hann var fljótur að líða en vikan á undan, þá var maður, hvað á maður að segja, pínu tilbúinn að þetta sé búið bara.“ Ferð eins og sú sem Einar var að ljúka tekur á bæði líkamlega og andlega. „Það kom mér pínu á óvart hvað þetta tekur mikið á líkamlega. Andlega hlutann var ég kannski betur undirbúinn fyrir þannig séð en þetta er búið að vera langt,“ segir hann. „Við erum búnir að vera fjórir saman á ferðalagi í 57 daga án þess að hitta aðra, nema í einn klukkutíma einu sinni.“ Þrátt fyrir allan þennan tíma saman segir Einar að félagarnir séu ekki komnir með nóg af hvor öðrum. „Það er það sem mér finnst alveg merkilegt að við erum ekki orðnir það. Við höfum náð að halda góðum dampi andlega með því að segja góðar sögur og vera næs hver við annan. Ég er alveg hissa á því að enginn er búinn að taka pirrkasst á neinum eða neitt svoleiðis,“ segir hann.Síðasti dagurinn leið hratt.Einar TorfiEinar Torfi segir að ævintýraþráin hafi rekið hann áfram í að ganga á pólinn. „Það er náttúrulega mikil lífsreynsla að fara í svona ferð, þó maður geri það ekki hverjum degi eða hverju ári,“ segir hann. „Það er það sem rekur mann áfram, að setja í reynslupottinn þetta ævintýri.“ Aðspurður um hvernig sé á suðurpólnum segir hann það súrrealískt. „Þessi staður er dálítið tímalaus og hér eru allar vindáttir að norðan. Svo er sólin stöðugt á lofti,“ segir hann og bætir við að stór mannvirki séu þó á pólnum í tengslum við rannsóknarstöð Bandaríkjamanna. „Það eru mikil mannvirki hérna. Þetta er svolítið súrrealískt. Hér eru stórir radarskermar og allskonar græjur sem maður hefur ekki hugmynd um hvað eru.“ Einar Torfi reiknar með að fljúga til baka á Union Glacier annað kvöld og svo þaðan til Síle eftir nokkra daga.
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira