Einar Torfi á suðurpólnum: „Þetta er svolítið súrrealískt“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. janúar 2015 00:29 Þrátt fyrir allan þennan tíma saman segir Einar að félagarnir séu ekki komnir með nóg af hvor öðrum. Einar Torfi Pólfarinn Einar Torfi Finnsson náði á suðurpólinn nú í kvöld eftir 57 daga ferðalag. Hann segir að síðasti dagurinn hafi verið fljótur að líða en ferðalagið strangt. Hann hefur verið með sömu þremur einstaklingunum allan tíma, fyrir utan einn klukkutíma þegar þeir mættu fólki.Það kom Einari á óvart hvað gangan var líkamlega erfið.Einar Torfi„Síðasti dagurinn var frekar auðveldur því fimmtán kílómetrum í burtu vorum við farnir að sjá byggingar,“ segir hann. „Maður var með eitthvað drive í sér þennan síðasta dag þannig að hann var fljótur að líða en vikan á undan, þá var maður, hvað á maður að segja, pínu tilbúinn að þetta sé búið bara.“ Ferð eins og sú sem Einar var að ljúka tekur á bæði líkamlega og andlega. „Það kom mér pínu á óvart hvað þetta tekur mikið á líkamlega. Andlega hlutann var ég kannski betur undirbúinn fyrir þannig séð en þetta er búið að vera langt,“ segir hann. „Við erum búnir að vera fjórir saman á ferðalagi í 57 daga án þess að hitta aðra, nema í einn klukkutíma einu sinni.“ Þrátt fyrir allan þennan tíma saman segir Einar að félagarnir séu ekki komnir með nóg af hvor öðrum. „Það er það sem mér finnst alveg merkilegt að við erum ekki orðnir það. Við höfum náð að halda góðum dampi andlega með því að segja góðar sögur og vera næs hver við annan. Ég er alveg hissa á því að enginn er búinn að taka pirrkasst á neinum eða neitt svoleiðis,“ segir hann.Síðasti dagurinn leið hratt.Einar TorfiEinar Torfi segir að ævintýraþráin hafi rekið hann áfram í að ganga á pólinn. „Það er náttúrulega mikil lífsreynsla að fara í svona ferð, þó maður geri það ekki hverjum degi eða hverju ári,“ segir hann. „Það er það sem rekur mann áfram, að setja í reynslupottinn þetta ævintýri.“ Aðspurður um hvernig sé á suðurpólnum segir hann það súrrealískt. „Þessi staður er dálítið tímalaus og hér eru allar vindáttir að norðan. Svo er sólin stöðugt á lofti,“ segir hann og bætir við að stór mannvirki séu þó á pólnum í tengslum við rannsóknarstöð Bandaríkjamanna. „Það eru mikil mannvirki hérna. Þetta er svolítið súrrealískt. Hér eru stórir radarskermar og allskonar græjur sem maður hefur ekki hugmynd um hvað eru.“ Einar Torfi reiknar með að fljúga til baka á Union Glacier annað kvöld og svo þaðan til Síle eftir nokkra daga. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Pólfarinn Einar Torfi Finnsson náði á suðurpólinn nú í kvöld eftir 57 daga ferðalag. Hann segir að síðasti dagurinn hafi verið fljótur að líða en ferðalagið strangt. Hann hefur verið með sömu þremur einstaklingunum allan tíma, fyrir utan einn klukkutíma þegar þeir mættu fólki.Það kom Einari á óvart hvað gangan var líkamlega erfið.Einar Torfi„Síðasti dagurinn var frekar auðveldur því fimmtán kílómetrum í burtu vorum við farnir að sjá byggingar,“ segir hann. „Maður var með eitthvað drive í sér þennan síðasta dag þannig að hann var fljótur að líða en vikan á undan, þá var maður, hvað á maður að segja, pínu tilbúinn að þetta sé búið bara.“ Ferð eins og sú sem Einar var að ljúka tekur á bæði líkamlega og andlega. „Það kom mér pínu á óvart hvað þetta tekur mikið á líkamlega. Andlega hlutann var ég kannski betur undirbúinn fyrir þannig séð en þetta er búið að vera langt,“ segir hann. „Við erum búnir að vera fjórir saman á ferðalagi í 57 daga án þess að hitta aðra, nema í einn klukkutíma einu sinni.“ Þrátt fyrir allan þennan tíma saman segir Einar að félagarnir séu ekki komnir með nóg af hvor öðrum. „Það er það sem mér finnst alveg merkilegt að við erum ekki orðnir það. Við höfum náð að halda góðum dampi andlega með því að segja góðar sögur og vera næs hver við annan. Ég er alveg hissa á því að enginn er búinn að taka pirrkasst á neinum eða neitt svoleiðis,“ segir hann.Síðasti dagurinn leið hratt.Einar TorfiEinar Torfi segir að ævintýraþráin hafi rekið hann áfram í að ganga á pólinn. „Það er náttúrulega mikil lífsreynsla að fara í svona ferð, þó maður geri það ekki hverjum degi eða hverju ári,“ segir hann. „Það er það sem rekur mann áfram, að setja í reynslupottinn þetta ævintýri.“ Aðspurður um hvernig sé á suðurpólnum segir hann það súrrealískt. „Þessi staður er dálítið tímalaus og hér eru allar vindáttir að norðan. Svo er sólin stöðugt á lofti,“ segir hann og bætir við að stór mannvirki séu þó á pólnum í tengslum við rannsóknarstöð Bandaríkjamanna. „Það eru mikil mannvirki hérna. Þetta er svolítið súrrealískt. Hér eru stórir radarskermar og allskonar græjur sem maður hefur ekki hugmynd um hvað eru.“ Einar Torfi reiknar með að fljúga til baka á Union Glacier annað kvöld og svo þaðan til Síle eftir nokkra daga.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira