Vinna að bættri aðstöðu villikatta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. janúar 2015 11:42 vísir/getty Félagið Villikettir, sem nýverið tók til starfa, hefur óskað eftir aðstoð Hafnarfjarðarbæjar, meðal annars til að bæta aðstöðu villikatta í sveitarfélaginu. Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs í morgun og lögð var fram beiðni um fjárstuðning til bæjarráðs. Félagið Villikettir hyggst leita úrbóta fyrir villta ketti hér á landi samkvæmt viðurkenndum aðferðum sem skilað hafa árangri í öðrum löndum. Notast er við aðferðina fanga-gelda-sleppa, sem er alþjóðleg aðferðarfræði um hvernig megi mannúðlega takast á við villikattastofna án þess að aflífa þá. Þá eru búr sett út á svæðin sem þeir hafast við á, dýrin eru fönguð, geld og sleppt aftur á svæðið ef ekki er um kettlinga eða mjög særð dýr að ræða. Þá sér félagið til þess að skjól sé á svæðinu og að sjálfboðaliðar séu til staðar til að fylgjast með matargjöfum. Í erindi félagsins til Hafnarfjarðarbæjar segir að margar rannsóknir styðji að aðferðin sé gagnleg. Þær hafi sýnt fram á allt að 36 prósenta fækkun kattastofna á tveimur árum og allt að 66 prósent yfir ellefu ár. Þá minnki þeir hægt og rólega við eðlilegar dánarorsakir kattanna. Vistfræðileg rök félagsins eru þau að borgarlandið njóti ýmissa kosta, þ.e kettirnir veiði mýs og haldi aftur af ágangi rotta og máva. Þá hafi einnig verið sýnt fram á að sleppa köttum frekar en að aflífa sé langtímalausn því þeir haldi svæðunum sínum sjálfir og hindri þar með aðra ógelda ketti að festa sér búsetu á þessum svæðum þar sem æti og skjól sé að finna og fjölgi sér þar. Markmið félagsins eru eftirfarandi:Að kortleggja helstu búsetusvæði villikatta á Íslandi.Fanga, gelda og sleppa eins mörgum villiköttum og kostur gefst. Merkja villiketti með alþjóðlegu merki villikatta, smá bútur, 1 cm., klipptur af horni vinstra eyra.Fanga og koma undir læknishendur (til að lækna eða aflífa, eftir atvikum) verulega særðum eða sjúkum villiköttum. • Fanga og koma á heimili ungum kettlingum sem fæðast villtir.Bæta aðstöðu fyrir villiketti eins og kostur gefst, m.a. með gerð skjóla á svæðunum.Standa að baki sjálfboðaliðum sem þegar gefa villiköttum fæði á ýmsum svæðum og finna sjálfboðaliða til að sjá um það á öðrum. Stuðla að því að skerpt verði á lagalegum réttindum villikatta.Hægt er fylgjast með störfum Villikatta á heimasíðu félagsins. Þá er jafnframt hægt að gerast meðlimur fyrir 2.800 krónur. Innlegg frá Villikettir. Innlegg frá Villikettir. Innlegg frá Villikettir. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Félagið Villikettir, sem nýverið tók til starfa, hefur óskað eftir aðstoð Hafnarfjarðarbæjar, meðal annars til að bæta aðstöðu villikatta í sveitarfélaginu. Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs í morgun og lögð var fram beiðni um fjárstuðning til bæjarráðs. Félagið Villikettir hyggst leita úrbóta fyrir villta ketti hér á landi samkvæmt viðurkenndum aðferðum sem skilað hafa árangri í öðrum löndum. Notast er við aðferðina fanga-gelda-sleppa, sem er alþjóðleg aðferðarfræði um hvernig megi mannúðlega takast á við villikattastofna án þess að aflífa þá. Þá eru búr sett út á svæðin sem þeir hafast við á, dýrin eru fönguð, geld og sleppt aftur á svæðið ef ekki er um kettlinga eða mjög særð dýr að ræða. Þá sér félagið til þess að skjól sé á svæðinu og að sjálfboðaliðar séu til staðar til að fylgjast með matargjöfum. Í erindi félagsins til Hafnarfjarðarbæjar segir að margar rannsóknir styðji að aðferðin sé gagnleg. Þær hafi sýnt fram á allt að 36 prósenta fækkun kattastofna á tveimur árum og allt að 66 prósent yfir ellefu ár. Þá minnki þeir hægt og rólega við eðlilegar dánarorsakir kattanna. Vistfræðileg rök félagsins eru þau að borgarlandið njóti ýmissa kosta, þ.e kettirnir veiði mýs og haldi aftur af ágangi rotta og máva. Þá hafi einnig verið sýnt fram á að sleppa köttum frekar en að aflífa sé langtímalausn því þeir haldi svæðunum sínum sjálfir og hindri þar með aðra ógelda ketti að festa sér búsetu á þessum svæðum þar sem æti og skjól sé að finna og fjölgi sér þar. Markmið félagsins eru eftirfarandi:Að kortleggja helstu búsetusvæði villikatta á Íslandi.Fanga, gelda og sleppa eins mörgum villiköttum og kostur gefst. Merkja villiketti með alþjóðlegu merki villikatta, smá bútur, 1 cm., klipptur af horni vinstra eyra.Fanga og koma undir læknishendur (til að lækna eða aflífa, eftir atvikum) verulega særðum eða sjúkum villiköttum. • Fanga og koma á heimili ungum kettlingum sem fæðast villtir.Bæta aðstöðu fyrir villiketti eins og kostur gefst, m.a. með gerð skjóla á svæðunum.Standa að baki sjálfboðaliðum sem þegar gefa villiköttum fæði á ýmsum svæðum og finna sjálfboðaliða til að sjá um það á öðrum. Stuðla að því að skerpt verði á lagalegum réttindum villikatta.Hægt er fylgjast með störfum Villikatta á heimasíðu félagsins. Þá er jafnframt hægt að gerast meðlimur fyrir 2.800 krónur. Innlegg frá Villikettir. Innlegg frá Villikettir. Innlegg frá Villikettir.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira