Vigdís Hauks um pósta Landverndar: „Ég líð ekki svona netárásir“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2015 14:32 Rúmlega 700 póstar hafa verið sendir til þingmanna af einstaklingum í gegnum Landvernd. Vísir „Ég líð ekki svona netárásir,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hefur látið loka á tölvupóstsendingar úr tilteknu netfangi Landverndar eftir að henni fóru að berast tölvupóstar í hundraðatali þaðan. „Þetta voru örugglega hátt í 500 póstar. Þetta byrjaði rúmlega tvö í gær, fyrir sólarhring síðan.“Hefur ekki opnað póstana Vigdís segist ekki vita hvað kom fram í tölvupóstunum. „Ég veit það ekki því þegar svona áhlaup er gert á mig sem þingmann þá opna ég ekki póstana. Það var sama „subjectið“ og sami sendandi. Ég gerði mínar ráðstafanir og fékk tölvudeildina til að loka þessu. Ég líð ekki svona netárásir.“ „Þetta hefur komið nokkrum sinnum fyrir eftir að ég varð þingmaður og þá hef ég bara beitt sömu brögðum. Þetta er nákvæmlega ekkert fengið með þessu og virkar algjörlega í hina áttina,“ segir hún. Póstarnir sem bárust Vigdísi hafa einnig verið sendir á aðra þingmenn. Vigdís segir að eina ráð þingmanna til að verjast slíkum sendingum sé að láta loka á netföng. „Þetta netfang, sem stóð að þessari netárás með fjöldapóstum á mig sem þingmann, getur ekki sent mér póst. Það er eina leiðin sem þingmenn geta farið, það er sú leið að láta loka fyrir viðkomandi email-addressu,“ segir hún.Guðmundur Hörður, formaður Landverndar.VísirSent af einstaklingum Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að póstarnir innihaldi áskorun frá einstaklingum á þingmenn að hafna tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk rammaáætlunar. Hann segir að viðbrögðin hafi verið góð en þó hafi sumir stjórnarþingmenn lýst yfir óánægju sinni. „Við höfum fengið miklu betri viðbrögð en við þorðum að vona. Markmiðið var aldrei að fylla pósthólf þingmanna heldur að auðvelda fólki að koma skoðunum sínum á framfæri,“ segir Guðmundur um málið. Samkvæmt upplýsingum á vef Landverndar kemur fram að rúmlega 700 manns hafi tekið þátt í áskoruninni, og jafn margir póstar sendir. Guðmundur segir þó standa til að breyta tilhögun áskorunnar í dag. „Við söfnum þessum póstum þá saman og afhendum þingmönnum í einni sendingu þannig að þeir þurfi ekki að sitja undir þessu áreiti,“ segir hann.Misjöfn viðbrögð Aðspurður um viðbrögð þingmanna segir hann þau vera misjöfn. „Sumir taka þessum skilaboðum náttúrulega vel og ánægðir að heyra frá sínum kjósendum á meðan aðrir eru ekki eins ánægðir. Sumir hafa hringt á skrifstofu Landverndar og húðskammað starfsmennina þar,“ segir hann án þess að vilja gefa upp hver það hafi verið. „Ég held að það sé gott ef við auðveldum fólki að koma skoðunum sínum á framfæri. Til þess eru þingmenn, til að vera fulltrúar fólksins í landinu. Þá er eins gott að þeir viti hvað fólkið í landinu er að hugsa,“ segir Guðmundur. Alþingi Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
„Ég líð ekki svona netárásir,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hefur látið loka á tölvupóstsendingar úr tilteknu netfangi Landverndar eftir að henni fóru að berast tölvupóstar í hundraðatali þaðan. „Þetta voru örugglega hátt í 500 póstar. Þetta byrjaði rúmlega tvö í gær, fyrir sólarhring síðan.“Hefur ekki opnað póstana Vigdís segist ekki vita hvað kom fram í tölvupóstunum. „Ég veit það ekki því þegar svona áhlaup er gert á mig sem þingmann þá opna ég ekki póstana. Það var sama „subjectið“ og sami sendandi. Ég gerði mínar ráðstafanir og fékk tölvudeildina til að loka þessu. Ég líð ekki svona netárásir.“ „Þetta hefur komið nokkrum sinnum fyrir eftir að ég varð þingmaður og þá hef ég bara beitt sömu brögðum. Þetta er nákvæmlega ekkert fengið með þessu og virkar algjörlega í hina áttina,“ segir hún. Póstarnir sem bárust Vigdísi hafa einnig verið sendir á aðra þingmenn. Vigdís segir að eina ráð þingmanna til að verjast slíkum sendingum sé að láta loka á netföng. „Þetta netfang, sem stóð að þessari netárás með fjöldapóstum á mig sem þingmann, getur ekki sent mér póst. Það er eina leiðin sem þingmenn geta farið, það er sú leið að láta loka fyrir viðkomandi email-addressu,“ segir hún.Guðmundur Hörður, formaður Landverndar.VísirSent af einstaklingum Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að póstarnir innihaldi áskorun frá einstaklingum á þingmenn að hafna tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk rammaáætlunar. Hann segir að viðbrögðin hafi verið góð en þó hafi sumir stjórnarþingmenn lýst yfir óánægju sinni. „Við höfum fengið miklu betri viðbrögð en við þorðum að vona. Markmiðið var aldrei að fylla pósthólf þingmanna heldur að auðvelda fólki að koma skoðunum sínum á framfæri,“ segir Guðmundur um málið. Samkvæmt upplýsingum á vef Landverndar kemur fram að rúmlega 700 manns hafi tekið þátt í áskoruninni, og jafn margir póstar sendir. Guðmundur segir þó standa til að breyta tilhögun áskorunnar í dag. „Við söfnum þessum póstum þá saman og afhendum þingmönnum í einni sendingu þannig að þeir þurfi ekki að sitja undir þessu áreiti,“ segir hann.Misjöfn viðbrögð Aðspurður um viðbrögð þingmanna segir hann þau vera misjöfn. „Sumir taka þessum skilaboðum náttúrulega vel og ánægðir að heyra frá sínum kjósendum á meðan aðrir eru ekki eins ánægðir. Sumir hafa hringt á skrifstofu Landverndar og húðskammað starfsmennina þar,“ segir hann án þess að vilja gefa upp hver það hafi verið. „Ég held að það sé gott ef við auðveldum fólki að koma skoðunum sínum á framfæri. Til þess eru þingmenn, til að vera fulltrúar fólksins í landinu. Þá er eins gott að þeir viti hvað fólkið í landinu er að hugsa,“ segir Guðmundur.
Alþingi Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira