Fréttamaður gagnrýndur fyrir að spyrja Svíaprinsessu um fortíð afa hennar Birgir Olgeirsson skrifar 28. janúar 2015 20:37 Viktoría Svíaprinsessa Getty Fréttamaður sænska ríkissjónvarpsins hefur mætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa spurt Viktoríu Svíaprinsessu um fortíð fjölskyldu hennar við minningarathöfn í Auschwitz í Póllandi í gær. Viktoría var á meðal þeirra sem minntust þess að 70 ár eru frá því að her Sovétríkjanna frelsaði þá sem voru í haldi nasista í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. „Hefur þú velt fyrir þér sögu fjölskyldu þinnar,“ spurði Rolf Fredriksson, fréttamaður sænska ríkisútvarpsins, Svíaprinsessuna sem stóð við hlið tveggja eftirlifenda helfararinnar. „Þú átt ættingja sem studdu nasista,“ sagði Fredriksson við Viktoríu áður en hann rifjaði upp afrek frænda hennar Folke Bernadotte sem bjargaði þúsundum úr útrýmingarbúðum nasista. Prinsessan svaraði ekki spurningunni beint en sagði: „Nasismi er eitt það versta í mannkynssögunni.“ Talsmenn sænsku konungshallarinnar hafa gagnrýnt þessa spurningu fréttamannsins og þá var hún einnig gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Rolf Fredriksson varði spurninguna á samfélagsmiðlinum Twitter en þar sagði hann að ekki væri hægt að kenna Viktoríu um afglöp fyrri kynslóða en henni bæri að svara fyrir það. Móðir Viktoríu, Silvía Svíadrottning, fæddist í Þýskalandi árið 1943 en hún er dóttir Walthers Sommerlath og Alice de Toledo Sommerlath. Walther gekk til liðs við nasistaflokkinn árið 1934 en hann var sakaður um að hafa tekið þátt í herferð gegn gyðingum eftir að hann keypti málmsmíðistöð gyðings langt undir markaðsvirði. Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Fréttamaður sænska ríkissjónvarpsins hefur mætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa spurt Viktoríu Svíaprinsessu um fortíð fjölskyldu hennar við minningarathöfn í Auschwitz í Póllandi í gær. Viktoría var á meðal þeirra sem minntust þess að 70 ár eru frá því að her Sovétríkjanna frelsaði þá sem voru í haldi nasista í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. „Hefur þú velt fyrir þér sögu fjölskyldu þinnar,“ spurði Rolf Fredriksson, fréttamaður sænska ríkisútvarpsins, Svíaprinsessuna sem stóð við hlið tveggja eftirlifenda helfararinnar. „Þú átt ættingja sem studdu nasista,“ sagði Fredriksson við Viktoríu áður en hann rifjaði upp afrek frænda hennar Folke Bernadotte sem bjargaði þúsundum úr útrýmingarbúðum nasista. Prinsessan svaraði ekki spurningunni beint en sagði: „Nasismi er eitt það versta í mannkynssögunni.“ Talsmenn sænsku konungshallarinnar hafa gagnrýnt þessa spurningu fréttamannsins og þá var hún einnig gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Rolf Fredriksson varði spurninguna á samfélagsmiðlinum Twitter en þar sagði hann að ekki væri hægt að kenna Viktoríu um afglöp fyrri kynslóða en henni bæri að svara fyrir það. Móðir Viktoríu, Silvía Svíadrottning, fæddist í Þýskalandi árið 1943 en hún er dóttir Walthers Sommerlath og Alice de Toledo Sommerlath. Walther gekk til liðs við nasistaflokkinn árið 1934 en hann var sakaður um að hafa tekið þátt í herferð gegn gyðingum eftir að hann keypti málmsmíðistöð gyðings langt undir markaðsvirði.
Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira