Ráðherra segir framandi hugmynd að rukka fyrir aðgang að Þingvöllum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. janúar 2015 12:32 Umdeilt frumvarp Ragnheiðar um náttúrupassa komið til umræðu í þinginu. Vísir/GVA Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði það vera framandi hugmynd að rukka fyrir aðgengi að Þingvöllum en að staðurinn væri einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Þetta sagði hún í framsögu sinni þegar hún talaði fyrir lögum um náttúrupassa á þinginu í morgun. „Þingvellir hafa mikið verið í umræðunni og ég hef sagt það áður og segi það enn að auðvitað er það framandi hugmynd að ætla sér að fara að greiða aðgangseyri að þingvöllum. Það er það. Þetta er helgistaðurinn okkur, þetta er okkar þjóðareign og okkur þykir það framandi hugmynd“ sagði hún. „En við megum ekki gleyma því að Þingvellir eru um leið einn okkar fjölsóttustu ferðamannastaða.“Þegar er til staðar heimild til að rukka aðgang að Þingvöllum.Vísir/GVAÞegar heimild til að rukka Ragnheiður benti sérstaklega á í ræðu sinni að gjaldtökuheimildir væru til staðar í náttúruverandarlögum. Hún sagði að það væri vegna þess að löggjafinn sjái að með tilliti til náttúruverandar sé möguleiki á að það þurfi að innheimta aðgangseyri til að tryggja fjármuni til uppbyggingar. „Frá árinu 1999 hefur verið skýrt kveðið á um það í íslenskum lögum að umsjónarmönum náttúruverandarsvæða sé heimilt að ákvarða sérstakt gjald,“ sagði hún og las síðan upp úr lögum um náttúruvernd þar sem heimilað er að taka gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafi orðið af völdum ferðamanna eða ef hætta er á spjöllum. Þá benti hún á að samskonar ákvæði væri í bæði lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og Þingvelli. Engin gjaldhlið Þingmönnum varð tíðrætt um stöðumælaverði en ráðherra líkti í framsögu sinni eftirliti með náttúrupassa við eftirliti með stöðulagabrotum. Höfðu þeir misgóða reynslu af viðskiptum við stöðumælaverði og var meðal annars velt upp hversu marga náttúruverði þyrfti án þess að svar fengist.Engin gjaldhlið verða líkt og var þegar rukkaður var aðgangseyrir að Geysi.Vísir/Pjetur„Eftirlit verður með svipuðum hætti, það má líkja því við stöðumælaeftirlit. Við getum tekið sénsinn á því að leggja á Laugaveginum án þess að borga í stöðumæli en við eigum þá á hættu að stöðumælavörðurinn gangi framhjá og sekti okkur um hærri upphæð,“ sagði hún. „Það er ekki verið að stofna hér eftirlitssveitir. Það er ekki verið að skriðtækla fólk hérna upp um allar jarðir og sekta fólk.“ Hún sagði að ríkið hefði engan áhuga á því að vera með eftirlitssveitir á hverjum „Það verða ekki gjaldahlið og það verða ekki farartálmar,“ sagði hún og bætti við: „Menn geta farið á rjúpu, menn geta farið í berjamó og menn geta farið og keyrt í gegnum þjóðgarðinn á leið sinni frá Reykjavík upp í Biskupstungur ef þeir svo kjósa, án þess að vera með náttúrupassa.“Tekist á um grundvallaratriði Til orðaskipta kom á milli Ragnheiðar og Ólínu Þorvarðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um grundvallaratriði um hverjir eigi að standa straum af rekstri náttúruverðmæta. Ragnheiður talaði um að þeir ættu að greiða sem njóta á meðan Ólína talaði um að þeir ættu að greiða sem græddu. Ólína og Ragnheiður voru ósammála um grundvallaratriði.Vísir/GVA„Þeir eiga að borga sem græða og það eru ferðaþjónustufyrirtækin sem græða og gera út á nýtingu ferðamannastaða. Alveg eins og útgerðin gerir út á nýtingu fiskistofna og fiskveiðiauðlindarinnar. Þetta er nákvæmlega það sama,“ sagði Ólína. „Ég tel og finnst einsýnt að þeir sem að í raun og veru nýta náttúruauðlindirnar séu þeir hinir sömu og standa straum af því að verja þær og að tryggja sjálfbærni þeirra. Það er ekki síst hin samfélagslega ábyrgð sem slíkir nýtingaraðilar bera.“ Ragnheiður sagðist einfaldlega vera ósammála Ólínu. „Ég er mjög hlynnt því prinsippi að þeir borga sem njóta,“ sagði Ragnheiður og sagði frumvarpið um náttúrupassann meðal annars verið lagt fram á grundvelli sjónarmiði um nytjagreiðsluregluna svokölluðu, sem í grunnin snýst um að þeir sem nota og njóta greiði.Hvað er gjaldið hátt? Reiknað er með að náttúrupassi skili allt að fimm milljörðum króna í ríkissjóð og að stærstur hluti þeirra tekna komi til vegna erlendra ferðamanna. Passinn kostar 1.500 krónur og gildir til þriggja ára í senn og er fyrir alla 18 ára og eldri. Það þýðir að passinn kostar 500 krónur á ári, eða rúma krónu á dag. Uppfært með réttu verði á náttúrupassanum. Alþingi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði það vera framandi hugmynd að rukka fyrir aðgengi að Þingvöllum en að staðurinn væri einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Þetta sagði hún í framsögu sinni þegar hún talaði fyrir lögum um náttúrupassa á þinginu í morgun. „Þingvellir hafa mikið verið í umræðunni og ég hef sagt það áður og segi það enn að auðvitað er það framandi hugmynd að ætla sér að fara að greiða aðgangseyri að þingvöllum. Það er það. Þetta er helgistaðurinn okkur, þetta er okkar þjóðareign og okkur þykir það framandi hugmynd“ sagði hún. „En við megum ekki gleyma því að Þingvellir eru um leið einn okkar fjölsóttustu ferðamannastaða.“Þegar er til staðar heimild til að rukka aðgang að Þingvöllum.Vísir/GVAÞegar heimild til að rukka Ragnheiður benti sérstaklega á í ræðu sinni að gjaldtökuheimildir væru til staðar í náttúruverandarlögum. Hún sagði að það væri vegna þess að löggjafinn sjái að með tilliti til náttúruverandar sé möguleiki á að það þurfi að innheimta aðgangseyri til að tryggja fjármuni til uppbyggingar. „Frá árinu 1999 hefur verið skýrt kveðið á um það í íslenskum lögum að umsjónarmönum náttúruverandarsvæða sé heimilt að ákvarða sérstakt gjald,“ sagði hún og las síðan upp úr lögum um náttúruvernd þar sem heimilað er að taka gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafi orðið af völdum ferðamanna eða ef hætta er á spjöllum. Þá benti hún á að samskonar ákvæði væri í bæði lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og Þingvelli. Engin gjaldhlið Þingmönnum varð tíðrætt um stöðumælaverði en ráðherra líkti í framsögu sinni eftirliti með náttúrupassa við eftirliti með stöðulagabrotum. Höfðu þeir misgóða reynslu af viðskiptum við stöðumælaverði og var meðal annars velt upp hversu marga náttúruverði þyrfti án þess að svar fengist.Engin gjaldhlið verða líkt og var þegar rukkaður var aðgangseyrir að Geysi.Vísir/Pjetur„Eftirlit verður með svipuðum hætti, það má líkja því við stöðumælaeftirlit. Við getum tekið sénsinn á því að leggja á Laugaveginum án þess að borga í stöðumæli en við eigum þá á hættu að stöðumælavörðurinn gangi framhjá og sekti okkur um hærri upphæð,“ sagði hún. „Það er ekki verið að stofna hér eftirlitssveitir. Það er ekki verið að skriðtækla fólk hérna upp um allar jarðir og sekta fólk.“ Hún sagði að ríkið hefði engan áhuga á því að vera með eftirlitssveitir á hverjum „Það verða ekki gjaldahlið og það verða ekki farartálmar,“ sagði hún og bætti við: „Menn geta farið á rjúpu, menn geta farið í berjamó og menn geta farið og keyrt í gegnum þjóðgarðinn á leið sinni frá Reykjavík upp í Biskupstungur ef þeir svo kjósa, án þess að vera með náttúrupassa.“Tekist á um grundvallaratriði Til orðaskipta kom á milli Ragnheiðar og Ólínu Þorvarðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um grundvallaratriði um hverjir eigi að standa straum af rekstri náttúruverðmæta. Ragnheiður talaði um að þeir ættu að greiða sem njóta á meðan Ólína talaði um að þeir ættu að greiða sem græddu. Ólína og Ragnheiður voru ósammála um grundvallaratriði.Vísir/GVA„Þeir eiga að borga sem græða og það eru ferðaþjónustufyrirtækin sem græða og gera út á nýtingu ferðamannastaða. Alveg eins og útgerðin gerir út á nýtingu fiskistofna og fiskveiðiauðlindarinnar. Þetta er nákvæmlega það sama,“ sagði Ólína. „Ég tel og finnst einsýnt að þeir sem að í raun og veru nýta náttúruauðlindirnar séu þeir hinir sömu og standa straum af því að verja þær og að tryggja sjálfbærni þeirra. Það er ekki síst hin samfélagslega ábyrgð sem slíkir nýtingaraðilar bera.“ Ragnheiður sagðist einfaldlega vera ósammála Ólínu. „Ég er mjög hlynnt því prinsippi að þeir borga sem njóta,“ sagði Ragnheiður og sagði frumvarpið um náttúrupassann meðal annars verið lagt fram á grundvelli sjónarmiði um nytjagreiðsluregluna svokölluðu, sem í grunnin snýst um að þeir sem nota og njóta greiði.Hvað er gjaldið hátt? Reiknað er með að náttúrupassi skili allt að fimm milljörðum króna í ríkissjóð og að stærstur hluti þeirra tekna komi til vegna erlendra ferðamanna. Passinn kostar 1.500 krónur og gildir til þriggja ára í senn og er fyrir alla 18 ára og eldri. Það þýðir að passinn kostar 500 krónur á ári, eða rúma krónu á dag. Uppfært með réttu verði á náttúrupassanum.
Alþingi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira