Borgin leigir hluta útvarpshússins Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. janúar 2015 14:24 Útvarpshúsið stendur við Efstaleiti. Vísir/GVA „Þetta er hluti af anddyrishæðinni og síðan tvær hæðir þar fyrir ofan. Þetta verður þjónustumiðstöð laugardals- og háaleitis sem hefur verið í Síðumúla,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, um samning sem gerður hefur verið á milli Reykjavíkur og RÚV um leigu á hluta húsnæðis útvarpsins við Efstaleiti. „Húsið í Síðumúla þarfnast verulegs viðhalds,“ segir hann. Leigusamningurinn gildir til 2030 og er því til 15 ára. Samkvæmt Birni er leiguverðið 4,9 milljónir króna á mánuði, sem nemur 882 milljónum króna á samningstímanum. Borgin fær húsið afhent 1. maí næstkomandi, eða fyrr ef framkvæmdir við breytingar á því ganga hraðar fyrir sig.S. Björn Blöndal er formaður borgarráðs.Vísir/VilhelmBjörn segist ánægður með samninginn. „Það er búið að vera að leita húsnæði lengi í hverfinu fyrir þjónustumiðstöðina,“ segir hann og bendir á að staðsetning slíkrar miðstöðvar geti ekki verið hvar sem er. „Þarna opnaðist óvæntur möguleiki.“ Á fundinum var einnig samþykkt forsögn að hugmyndasamkeppni um lóðina í kringum útvarpshúsið, Efstaleiti 1. „Þarna er verið að stefna á að endurskoða uppbyggingarmöguleika á þessari lóð, og í raun samliggjandi lóðum á þessum reit. Endurskipulagning verði með þéttingu og gæði byggðar leiðarljósi,“ segir Björn um samkeppnina. Þá hafa borgin og RÚV gert með sér samkomulag um að borgin taki yfir 20 prósent af samþykktu byggingarmagni eða íbúðareiningum til uppbyggingar leigumarkaðar. „Þarna er miðað við að á þessu svæði verði blandað búsetuform á þeim hluta,“ segir hann. Ekki er greitt fyrir þessi réttindi sérstaklega, samkvæmt Birni.Uppfært klukkan 15.25. Í upphaflegu fréttinni var sagt að leigusamningurinn væri til 30 ára en hið rétta er að hann er til 15 ára, eins og lesa mátti úr dagsetningum sem fram komu í fréttinni. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Þetta er hluti af anddyrishæðinni og síðan tvær hæðir þar fyrir ofan. Þetta verður þjónustumiðstöð laugardals- og háaleitis sem hefur verið í Síðumúla,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, um samning sem gerður hefur verið á milli Reykjavíkur og RÚV um leigu á hluta húsnæðis útvarpsins við Efstaleiti. „Húsið í Síðumúla þarfnast verulegs viðhalds,“ segir hann. Leigusamningurinn gildir til 2030 og er því til 15 ára. Samkvæmt Birni er leiguverðið 4,9 milljónir króna á mánuði, sem nemur 882 milljónum króna á samningstímanum. Borgin fær húsið afhent 1. maí næstkomandi, eða fyrr ef framkvæmdir við breytingar á því ganga hraðar fyrir sig.S. Björn Blöndal er formaður borgarráðs.Vísir/VilhelmBjörn segist ánægður með samninginn. „Það er búið að vera að leita húsnæði lengi í hverfinu fyrir þjónustumiðstöðina,“ segir hann og bendir á að staðsetning slíkrar miðstöðvar geti ekki verið hvar sem er. „Þarna opnaðist óvæntur möguleiki.“ Á fundinum var einnig samþykkt forsögn að hugmyndasamkeppni um lóðina í kringum útvarpshúsið, Efstaleiti 1. „Þarna er verið að stefna á að endurskoða uppbyggingarmöguleika á þessari lóð, og í raun samliggjandi lóðum á þessum reit. Endurskipulagning verði með þéttingu og gæði byggðar leiðarljósi,“ segir Björn um samkeppnina. Þá hafa borgin og RÚV gert með sér samkomulag um að borgin taki yfir 20 prósent af samþykktu byggingarmagni eða íbúðareiningum til uppbyggingar leigumarkaðar. „Þarna er miðað við að á þessu svæði verði blandað búsetuform á þeim hluta,“ segir hann. Ekki er greitt fyrir þessi réttindi sérstaklega, samkvæmt Birni.Uppfært klukkan 15.25. Í upphaflegu fréttinni var sagt að leigusamningurinn væri til 30 ára en hið rétta er að hann er til 15 ára, eins og lesa mátti úr dagsetningum sem fram komu í fréttinni.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira